Fótboltamaðurinn Ingólfur Sigurðsson tók saman markaskorun á þessum tveimur tegundum valla í fyrstu 27 leikjum Pepsi-deildarinnar og er munurinn sláandi.
Aðeins 1,8 mörk hefur skorað að meðaltali í 17 grasleikjum í byrjun deildarinnar eða 32 mörk í 17 leikjum. Í tíu leikjum á gervigrasi hafa verið skoruð 41 mark eða 4,1 mark að meðaltali í leik. Þrjú markalaus jafntefli hafa litið dagsins ljós í fyrstu 27 leikjum deildarinnar og voru það allt grasleikir.
Vissulega er mikill munur á grasvöllunum en í Víkinni, sem kom ekki vel undan vetri, hafa verið skoruð tvö mörk í þremur leikjum og á enn verri velli KA-manna fyrir norðan hafa verið skoruð tvö mörk í tveimur leikjum.
Á flottum velli FH-inga í Kaplakrika hafa aftur á móti verið skoruð átta mörk í tveimur leikjum eða fjögur mörk að meðaltali í leik. Í Kópavogi hafa svo verið skoruð sex mörk í tveimur leikjum Breiðabliks eða þrjú mörk að meðaltali í leik.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig markaskorun dreifist í kvöld þegar að þrír leikir fara fram; tveir á náttúrlegu grasi og einn á gervigrasi. Stjarnan tekur á móti Fylki í Garðabænum, Breiðablik fær Víking í heimsókn og Grindavík tekur á móti Val í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
17 grasleikir: 32 mörk
— Ingólfur Sigurðsson (@ingolfursig) May 23, 2018
10 gervigrasleikir: 41 mark
1,8 mark í leik að meðaltali á grasi.
4,1 mörk í leik að meðaltali á gervigrasi.
Þrjú markalaus jafntefli. Allt grasleikir.