Hallgrímur: Í raun bara heimskulegt að spila á vellinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. maí 2018 22:00 Hallgrímur Jónasson gekk í raðir KA fyrir leiktíðina mynd/skjáskot KA TV Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Akureyrarvöllur kemur afar illa undan vetri og hafði ástand vallarins klárlega áhrif á spilamennsku beggja liða. „Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Við reyndum að einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á og mér fannst við spila vel í dag. Ef sigurinn hefði dottið öðrum hvorum megin þá hefði hann komið til okkar. Við náðum því miður ekki að skora,“ sagði Hallgrímur í leikslok. „Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að hvorki horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona,“ sagði Hallgrímur ennfremur. Hallgrímur lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku og varð meðal annars bikarmeistari með Suðurnesjamönnum. Hann kveðst þó ekki hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum í leiknum. „Það voru engar blendnar tilfinningar. Ég spilaði við þá um daginn á Spáni og ég vildi bara vinna leikinn. Ég á marga góða vini frá Keflavík en ég var bara að hugsa um að vinna leikinn.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi gert KA-mönnum erfitt um vik að spila boltanum á milli sín telur Hallgrímur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum. „Við getum klárlega byggt á þessari frammistöðu. Við höfum átt kaflaskipta leiki en mér fannst við stöðugir í dag. Bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við héldum hreinu og það er skap í mönnum sem er frábært. Menn vildu virkilega vinna.“ Aron Elí Gíslason kom inn í lið KA-manna á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez meiddist í upphitun. Hallgrímur hrósaði markverðinum unga í hástert en Aron var að leika sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. „Það var frábært að spila með Aroni. Hann á hrós skilið og stóð sig vel. Hann kom inn með sjálfstraust, var duglegur að tala og það gekk vel. Það er frábært fyrir hann að fá leik í svona háum gæðaflokki og standa sig vel,“ sagði Hallgrímur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Akureyrarvöllur kemur afar illa undan vetri og hafði ástand vallarins klárlega áhrif á spilamennsku beggja liða. „Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Við reyndum að einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á og mér fannst við spila vel í dag. Ef sigurinn hefði dottið öðrum hvorum megin þá hefði hann komið til okkar. Við náðum því miður ekki að skora,“ sagði Hallgrímur í leikslok. „Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að hvorki horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona,“ sagði Hallgrímur ennfremur. Hallgrímur lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku og varð meðal annars bikarmeistari með Suðurnesjamönnum. Hann kveðst þó ekki hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum í leiknum. „Það voru engar blendnar tilfinningar. Ég spilaði við þá um daginn á Spáni og ég vildi bara vinna leikinn. Ég á marga góða vini frá Keflavík en ég var bara að hugsa um að vinna leikinn.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi gert KA-mönnum erfitt um vik að spila boltanum á milli sín telur Hallgrímur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum. „Við getum klárlega byggt á þessari frammistöðu. Við höfum átt kaflaskipta leiki en mér fannst við stöðugir í dag. Bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við héldum hreinu og það er skap í mönnum sem er frábært. Menn vildu virkilega vinna.“ Aron Elí Gíslason kom inn í lið KA-manna á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez meiddist í upphitun. Hallgrímur hrósaði markverðinum unga í hástert en Aron var að leika sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. „Það var frábært að spila með Aroni. Hann á hrós skilið og stóð sig vel. Hann kom inn með sjálfstraust, var duglegur að tala og það gekk vel. Það er frábært fyrir hann að fá leik í svona háum gæðaflokki og standa sig vel,“ sagði Hallgrímur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira