Hallgrímur: Í raun bara heimskulegt að spila á vellinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. maí 2018 22:00 Hallgrímur Jónasson gekk í raðir KA fyrir leiktíðina mynd/skjáskot KA TV Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Akureyrarvöllur kemur afar illa undan vetri og hafði ástand vallarins klárlega áhrif á spilamennsku beggja liða. „Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Við reyndum að einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á og mér fannst við spila vel í dag. Ef sigurinn hefði dottið öðrum hvorum megin þá hefði hann komið til okkar. Við náðum því miður ekki að skora,“ sagði Hallgrímur í leikslok. „Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að hvorki horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona,“ sagði Hallgrímur ennfremur. Hallgrímur lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku og varð meðal annars bikarmeistari með Suðurnesjamönnum. Hann kveðst þó ekki hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum í leiknum. „Það voru engar blendnar tilfinningar. Ég spilaði við þá um daginn á Spáni og ég vildi bara vinna leikinn. Ég á marga góða vini frá Keflavík en ég var bara að hugsa um að vinna leikinn.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi gert KA-mönnum erfitt um vik að spila boltanum á milli sín telur Hallgrímur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum. „Við getum klárlega byggt á þessari frammistöðu. Við höfum átt kaflaskipta leiki en mér fannst við stöðugir í dag. Bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við héldum hreinu og það er skap í mönnum sem er frábært. Menn vildu virkilega vinna.“ Aron Elí Gíslason kom inn í lið KA-manna á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez meiddist í upphitun. Hallgrímur hrósaði markverðinum unga í hástert en Aron var að leika sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. „Það var frábært að spila með Aroni. Hann á hrós skilið og stóð sig vel. Hann kom inn með sjálfstraust, var duglegur að tala og það gekk vel. Það er frábært fyrir hann að fá leik í svona háum gæðaflokki og standa sig vel,“ sagði Hallgrímur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Akureyrarvöllur kemur afar illa undan vetri og hafði ástand vallarins klárlega áhrif á spilamennsku beggja liða. „Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Við reyndum að einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á og mér fannst við spila vel í dag. Ef sigurinn hefði dottið öðrum hvorum megin þá hefði hann komið til okkar. Við náðum því miður ekki að skora,“ sagði Hallgrímur í leikslok. „Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að hvorki horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona,“ sagði Hallgrímur ennfremur. Hallgrímur lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku og varð meðal annars bikarmeistari með Suðurnesjamönnum. Hann kveðst þó ekki hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum í leiknum. „Það voru engar blendnar tilfinningar. Ég spilaði við þá um daginn á Spáni og ég vildi bara vinna leikinn. Ég á marga góða vini frá Keflavík en ég var bara að hugsa um að vinna leikinn.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi gert KA-mönnum erfitt um vik að spila boltanum á milli sín telur Hallgrímur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum. „Við getum klárlega byggt á þessari frammistöðu. Við höfum átt kaflaskipta leiki en mér fannst við stöðugir í dag. Bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við héldum hreinu og það er skap í mönnum sem er frábært. Menn vildu virkilega vinna.“ Aron Elí Gíslason kom inn í lið KA-manna á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez meiddist í upphitun. Hallgrímur hrósaði markverðinum unga í hástert en Aron var að leika sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. „Það var frábært að spila með Aroni. Hann á hrós skilið og stóð sig vel. Hann kom inn með sjálfstraust, var duglegur að tala og það gekk vel. Það er frábært fyrir hann að fá leik í svona háum gæðaflokki og standa sig vel,“ sagði Hallgrímur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó