Ólafía byrjaði vel á Opna bandaríska Ísak Jasonarson skrifar 31. maí 2018 23:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á annari holu sinni í dag vísir/friðrik Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Opna bandaríska mótinu og kom inn á 72 höggum eða parinu. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en mótið er eitt af risamótunum fimm í kvennagolfinu. Ólafía lék mjög stöðugt golf í dag fyrir utan eina holu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla eftir vandræði í kringum flötina. Þess utan fékk hún fjórtán pör, tvo fugla og lék virkilega vel. Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik er Ólafía jöfn í 26. sæti af 156 keppendum en hún er meðal keppenda á Opna bandaríska mótinu í fyrsta skiptið. Ariya Jutanugarn og Sarah Jane Smith deila efsta sæti mótsins á 5 höggum undir pari, einungis fimm höggum á undan Ólafíu. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag. Eftir þann hring komast um 70 efstu áfram í gegnum niðurskurðinn og því er Ólafía í flottri stöðu.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Opna bandaríska mótinu og kom inn á 72 höggum eða parinu. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en mótið er eitt af risamótunum fimm í kvennagolfinu. Ólafía lék mjög stöðugt golf í dag fyrir utan eina holu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla eftir vandræði í kringum flötina. Þess utan fékk hún fjórtán pör, tvo fugla og lék virkilega vel. Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik er Ólafía jöfn í 26. sæti af 156 keppendum en hún er meðal keppenda á Opna bandaríska mótinu í fyrsta skiptið. Ariya Jutanugarn og Sarah Jane Smith deila efsta sæti mótsins á 5 höggum undir pari, einungis fimm höggum á undan Ólafíu. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag. Eftir þann hring komast um 70 efstu áfram í gegnum niðurskurðinn og því er Ólafía í flottri stöðu.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira