Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, var fyrsti leikmaðurinn í Pepsi-deild karla til þess að koma sér í bann vegna gulra spjalda.
Finnur hefur nælt sér í fjögur gul spjöld í fyrstu sex leikjunum og var því dæmdur í leikbann á agafundi KSÍ í gær. Hann mun því ekki vera með KR er liðið spilar við ÍBV í Eyjum á sunnudag.
Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var á sama fundi einnig dæmdur í leikbann. Hann missti stjórn á skapi sínu er Grindavík gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna á dögunum.
Jankovic verður því ekki á bekknum er Grindavík spilar við Fylki á heimavelli á mánudaginn en Grindavík hefur byrjað tímabilið vel og er með ellefu stig eftir fyrstu sex leikina. Þeir eru á toppnum ásamt Breiðablik og FH.
Finnur fyrstur í bann vegna gulra spjalda
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti



