Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2018 06:55 Kuðungableikja og sílableikja úr Þingvallavatni. Mynd: KL Það var lengi beðið eftir góðum fréttum af bleikjuveiði í Þingvallavatni en síðustu daga hefur verið afskaplega góð veiði í vatninu. Eins og oft er mest ásóknin í þjóðgarðinn og þar hefur verið ansi þétt setinn bakkinn af veiðimönnum þegar vel hefur viðrað. Það virðist vera jöfn og góð veiði um allann þjóðgarðinn en þeir sem við höfum frétt af hafa veitt vel við Lambhaga og alveg að Arnarfelli. Bleikjan er vel haldin og í raun það vel haldinn og væn að þeir sem hafa veitt lengi við vatnið tala um að það gæti verið hátt í 20 ár síðan bleikjan kom jafn vel undir vetri. Mikið af 2-3 punda bleikju er að veiðast og það sem sérstakt að sjá í aflamyndum og af frásögnum veiðimanna er að minni bleikjur eru afar sjaldséðar. Stærstu bleikjurnar sem við höfum frétt af eru 6-7 punda og þar af tvær 6 punda sem veiddust við Lambhaga af sama veiðimanninum. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði
Það var lengi beðið eftir góðum fréttum af bleikjuveiði í Þingvallavatni en síðustu daga hefur verið afskaplega góð veiði í vatninu. Eins og oft er mest ásóknin í þjóðgarðinn og þar hefur verið ansi þétt setinn bakkinn af veiðimönnum þegar vel hefur viðrað. Það virðist vera jöfn og góð veiði um allann þjóðgarðinn en þeir sem við höfum frétt af hafa veitt vel við Lambhaga og alveg að Arnarfelli. Bleikjan er vel haldin og í raun það vel haldinn og væn að þeir sem hafa veitt lengi við vatnið tala um að það gæti verið hátt í 20 ár síðan bleikjan kom jafn vel undir vetri. Mikið af 2-3 punda bleikju er að veiðast og það sem sérstakt að sjá í aflamyndum og af frásögnum veiðimanna er að minni bleikjur eru afar sjaldséðar. Stærstu bleikjurnar sem við höfum frétt af eru 6-7 punda og þar af tvær 6 punda sem veiddust við Lambhaga af sama veiðimanninum.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði