American Airlines hóf beint áætlunarflug milli Dallas og Keflavíkur í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2018 19:30 American Airlines mun fljúga frá Dallas til Keflavíkur daglega til 27. október. Vísir/American Airlines American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira