Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2018 14:46 Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47
Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56