Þriðja skiptið sem Kristján sendir yngsta leikmann allra tíma inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 10:30 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV og fyrrum þjálfari Keflavíkur. Vísir/Daníel Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sendi fjórtán ára strák inná í Pepsi-deild karla í gær og hjálpaði drengnum með því að setja nýtt met. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem Kristján sér til þess að þetta ágæta met fellur. Eyjastrákurinn Eyþór Orri Ómarsson hjá ÍBV var aðeins 14 ára, 10 mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn á móti KR á Hásteinsvellinum í gærkvöldi. ÍBV vann þá 2-0 sigur á Vesturbæjarliðinu. Eyþór er nú yngsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Eyþór Orri bætti þarna met Hilmars Andrew McShane frá árinu 2014 en Hilmar var 15 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þjálfari Keflavíkurliðsins í þessum leik var einmitt Kristján Guðmundsson. Hilmar sett sitt met í 2-0 sigri Keflavíkur á Víkingi en hann kom inná völlinn á 84. mínútu leiksins. Eyþór Orri kom inná í uppbótartíma í gær. Kristján Guðmundsson átti einnig gamla metið sem Hilmar sló haustið 2014. Sjö árum fyrr hafði Kristján nefnilega sent Sigurberg Elísson inná í leik Keflavíkur og Fylkis. Sigurbergur var þá aðeins 15 ára og 105 daga gamall og bætti um leið þrettán ára met KR-ingsins Árna Inga Pjeturssonar frá 1994. Árni Ingi var 44 dögum eldri en Sigurbergur. Þessir þrír leikmenn Kristjáns, Eyþór Orri, Hilmar og Sigurbergur, sitja nú í þremur efstu sætunum á listanum yfir yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla:14 ára og 330 daga Eyþór Orri Ómarsson ÍBV á móti KR 2018 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 56 daga Hilmar Andrew McShane, Keflavík á móti Víkingi 2014 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 105 daga Sigurbergur Elísson Keflavík á móti Fylki 2007 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 109 daga Sævar Atli Magnússon, Leikni á móti Keflavík 2015 Þjálfarar: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson15 ára og 141 dags Bjartur Bjarni Barkarson, Víkingi Ó. á móti Víkingi R. 2017 Þjálfari: Ejub Purisevic15 ára og 149 daga Árni Ingi Pjetursson, KR á móti Val 1994 Þjálfari: Guðjón Þórðarson Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sendi fjórtán ára strák inná í Pepsi-deild karla í gær og hjálpaði drengnum með því að setja nýtt met. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem Kristján sér til þess að þetta ágæta met fellur. Eyjastrákurinn Eyþór Orri Ómarsson hjá ÍBV var aðeins 14 ára, 10 mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn á móti KR á Hásteinsvellinum í gærkvöldi. ÍBV vann þá 2-0 sigur á Vesturbæjarliðinu. Eyþór er nú yngsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Eyþór Orri bætti þarna met Hilmars Andrew McShane frá árinu 2014 en Hilmar var 15 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þjálfari Keflavíkurliðsins í þessum leik var einmitt Kristján Guðmundsson. Hilmar sett sitt met í 2-0 sigri Keflavíkur á Víkingi en hann kom inná völlinn á 84. mínútu leiksins. Eyþór Orri kom inná í uppbótartíma í gær. Kristján Guðmundsson átti einnig gamla metið sem Hilmar sló haustið 2014. Sjö árum fyrr hafði Kristján nefnilega sent Sigurberg Elísson inná í leik Keflavíkur og Fylkis. Sigurbergur var þá aðeins 15 ára og 105 daga gamall og bætti um leið þrettán ára met KR-ingsins Árna Inga Pjeturssonar frá 1994. Árni Ingi var 44 dögum eldri en Sigurbergur. Þessir þrír leikmenn Kristjáns, Eyþór Orri, Hilmar og Sigurbergur, sitja nú í þremur efstu sætunum á listanum yfir yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla:14 ára og 330 daga Eyþór Orri Ómarsson ÍBV á móti KR 2018 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 56 daga Hilmar Andrew McShane, Keflavík á móti Víkingi 2014 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 105 daga Sigurbergur Elísson Keflavík á móti Fylki 2007 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 109 daga Sævar Atli Magnússon, Leikni á móti Keflavík 2015 Þjálfarar: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson15 ára og 141 dags Bjartur Bjarni Barkarson, Víkingi Ó. á móti Víkingi R. 2017 Þjálfari: Ejub Purisevic15 ára og 149 daga Árni Ingi Pjetursson, KR á móti Val 1994 Þjálfari: Guðjón Þórðarson
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira