Arnar Sveinn var lánaður til KH, sem leikur í 3. deild, í byrjun maímánaðar en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann spilaði 90 mínútur í öllum fjórum leikjum KH í 3. deildinni til þessa á tímabilinu og skoraði meðal annars mark í 3-0 sigri á Ægi þann 18. maí.
Valur hefur ekki verið sannfærandi í byrjun Pepsi deildarinnar og er með níu stig í sjötta sæti eftir sex umferðir. Þá hefur Birkir Már Sævarsson spilað sinn síðasta leik fyrir Valsmenn í bili því hann er farinn til móts við íslenska landsliðið sem er á leið á HM í Rússlandi.
Valur sækir Fjölni heim í sjöundu umferð Pepsi deildarinnar á mánudaginn klukkan 19:15 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Valur hefur kallað Arnar Svein til baka úr láni frá KH. pic.twitter.com/RhKaFUg3hS
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) June 1, 2018