SURA frumsýnir nýtt myndband á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2018 14:30 Þura Stína er glæsileg í myndbandinu. „Ég samdi textann við lagið um leið og ég heyrði það. Var varla búin að fá það í hendurnar,“ segir tónlistarkonan Þura Stína sem gefur frá sér nýtt lag og myndband í samstarfi við Whyrun í dag. Listamannsnafn hennar er SURA og ber lagið nafnið Alltaf strax. „Þetta small bara strax og ég hafði samband við Ými og fékk lagið hjá honum. Það er ótrúlega fyndið hvað þetta einhvern veginn small bara strax. Vinnslan við myndbandið og síðan eftirvinnslan tóku svolítið á en ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og útgáfuna. Ég er búin að vera í mjög miklu sumarskapi í allri rigningunni við lokaferlið á laginu,“ segir Þura en Whyrun er einmitt framleiðandinn Ýmir Rúnarsson. Þura segir að sagan á bakvið myndbandið taki mið af textanum í laginu en hér að neðan má lesa viðlagið:Hringi og bið þig að komaÞú kemur alltaf straxSegi þér síðan að faraNenni ekki meir í dagÞú hringir, á ég að koma?Kem ekki alltaf straxEr orðin leið á að svaraSendu mér bara snapp „Myndbandið var unnið af leikstjóranum Álfheiði Mörtu og heimurinn í því var unninn af okkur saman. Öll smáatriði og konsept voru líka í höndum förðunarfræðingsins Helgu Sæunnar Þorkelsdóttur, stílistans Díönu Rós Breckmann og proppsarans Ólöf Rut Stefánsdóttir. Það var hugsað þvílíkt vel út í alla ramma og allt skipti máli sem skilar sér í heildarmyndinni.“ SURA kemur fram á Secret Solstice í sumar. „Þar verður allt efnið mitt spilað í fyrsta skipti, svo eru fleiri stærri verkefni bókuð í sumar sem á eftir að tilkynna. Með haustinu kemur svo platan mín út og Iceland Airwaves er svo einnig í haust.“ Hér að neðan má sjá nýja myndbandið með Þuru Stínu við lagið Alltaf strax. Menning Tengdar fréttir Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég samdi textann við lagið um leið og ég heyrði það. Var varla búin að fá það í hendurnar,“ segir tónlistarkonan Þura Stína sem gefur frá sér nýtt lag og myndband í samstarfi við Whyrun í dag. Listamannsnafn hennar er SURA og ber lagið nafnið Alltaf strax. „Þetta small bara strax og ég hafði samband við Ými og fékk lagið hjá honum. Það er ótrúlega fyndið hvað þetta einhvern veginn small bara strax. Vinnslan við myndbandið og síðan eftirvinnslan tóku svolítið á en ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og útgáfuna. Ég er búin að vera í mjög miklu sumarskapi í allri rigningunni við lokaferlið á laginu,“ segir Þura en Whyrun er einmitt framleiðandinn Ýmir Rúnarsson. Þura segir að sagan á bakvið myndbandið taki mið af textanum í laginu en hér að neðan má lesa viðlagið:Hringi og bið þig að komaÞú kemur alltaf straxSegi þér síðan að faraNenni ekki meir í dagÞú hringir, á ég að koma?Kem ekki alltaf straxEr orðin leið á að svaraSendu mér bara snapp „Myndbandið var unnið af leikstjóranum Álfheiði Mörtu og heimurinn í því var unninn af okkur saman. Öll smáatriði og konsept voru líka í höndum förðunarfræðingsins Helgu Sæunnar Þorkelsdóttur, stílistans Díönu Rós Breckmann og proppsarans Ólöf Rut Stefánsdóttir. Það var hugsað þvílíkt vel út í alla ramma og allt skipti máli sem skilar sér í heildarmyndinni.“ SURA kemur fram á Secret Solstice í sumar. „Þar verður allt efnið mitt spilað í fyrsta skipti, svo eru fleiri stærri verkefni bókuð í sumar sem á eftir að tilkynna. Með haustinu kemur svo platan mín út og Iceland Airwaves er svo einnig í haust.“ Hér að neðan má sjá nýja myndbandið með Þuru Stínu við lagið Alltaf strax.
Menning Tengdar fréttir Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00