Fyrsti dagur Ólafíu á opna bandaríska í máli og myndum: „Ég fann sjálfstraustið aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 10:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. S2 Sport Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í flottum málum eftir góðan fyrsta hring á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún er í 25. sæti af 156 kylfingum. Ólafía lék fyrsta hringinn á pari vallarins en hún var með tvo fugla og einn skramba. Ólafía paraði því fimmtán af holunum átján. Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir út í Alabama og fylgdust með hringnum hjá okkar konu. Mótið er eitt það allra stærsta sem haldið er ár hvert í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer mótið fram á Shoal Creek í Alabama. Ólafía Þórunn byrjaði að spila seinni níu og endaði því hringinn á níundu holunni. Hér fyrir neðan má sjá Þorstein fara yfir hringinn hjá Ólafíu. Þorsteinn ræddi einnig við okkar konu eftir þessar átján holur. „Mér leið alveg ágætlega en það kom smá kaflar þar sem mér var órótt. Við unnum úr því og ég fann sjálfstaustið aftur,“ sagði Ólafía Þórunn. Það var yfir 30 stiga hiti og sól í Shoal Creek í gær og það gerði íslenska kylfingnum erfitt fyrir. „Ég var farin að slá svolítið of langt um tíma af því að það var mjög heitt,“ sagði Ólafía Þórunn sem fékk litla hvíld því hún byrjar snemma í dag. Annar dagur Ólafíu Þórunn hefst klukkan 7.02 að bandarískum tíma eða klukkan 12.02 að íslenskum tíma. Það verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Hér er farið yfir holur 10 til 13Hér er farið yfir holur 16 til 18. Hér er farið yfir holur 2 til 5. Hér er farið yfir holur 7 til 9 auk þess sem rætt er við Ólafíu sjálfa Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í flottum málum eftir góðan fyrsta hring á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún er í 25. sæti af 156 kylfingum. Ólafía lék fyrsta hringinn á pari vallarins en hún var með tvo fugla og einn skramba. Ólafía paraði því fimmtán af holunum átján. Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir út í Alabama og fylgdust með hringnum hjá okkar konu. Mótið er eitt það allra stærsta sem haldið er ár hvert í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer mótið fram á Shoal Creek í Alabama. Ólafía Þórunn byrjaði að spila seinni níu og endaði því hringinn á níundu holunni. Hér fyrir neðan má sjá Þorstein fara yfir hringinn hjá Ólafíu. Þorsteinn ræddi einnig við okkar konu eftir þessar átján holur. „Mér leið alveg ágætlega en það kom smá kaflar þar sem mér var órótt. Við unnum úr því og ég fann sjálfstaustið aftur,“ sagði Ólafía Þórunn. Það var yfir 30 stiga hiti og sól í Shoal Creek í gær og það gerði íslenska kylfingnum erfitt fyrir. „Ég var farin að slá svolítið of langt um tíma af því að það var mjög heitt,“ sagði Ólafía Þórunn sem fékk litla hvíld því hún byrjar snemma í dag. Annar dagur Ólafíu Þórunn hefst klukkan 7.02 að bandarískum tíma eða klukkan 12.02 að íslenskum tíma. Það verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Hér er farið yfir holur 10 til 13Hér er farið yfir holur 16 til 18. Hér er farið yfir holur 2 til 5. Hér er farið yfir holur 7 til 9 auk þess sem rætt er við Ólafíu sjálfa
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira