Floni hefur verið duglegur að koma fram í ár og hefur „Party“ spilað stórt hlutverk á tónleikum hans. Aðdáendur hafa meira að segja gengið svo langt að taka upp flutning hans á laginu og dreifa honum á milli sín. „Fólk á showum lærði bara lagið, bara einhverjir krakkar, allir kunna lagið utan af. Þegar ég var að spila á böllum hlupu krakkar upp að mér og sungu viðlagið fyrir mig, fólk var orðið mjög hype-að fyrir laginu afþví ég var alltaf að taka það á tónleikum“ segir Floni.
Aðspurður um samfélagslegt gildi lagsins og hvort það hafi einhverskonar dýpri meiningu en það lætur út fyrir að vera segir Floni: „Samfélagslegt gildi lagsins er bara party, það er bara party, þetta er bara party. Þú ert ekki að pæla í neinu nema að það sé bara party. Eins og viðlagið segir: Partýið það er að byrja.“Yooo...Party kemur út á föstudaginn!!! commentaðu ef þu ert spennt/ur !
A post shared by FLONI (@fridrikroberts) on Jun 13, 2018 at 12:21pm PDT
Stórir hlutir eru væntanlegir frá Flóna eins og hann segir sjálfur „Næsti mánuður verður mjög góður fyrir fólkið sem fílar Flóna, það eru frekar heit lög að koma út og síðan eru menn alltaf bara eitthvað lowkey on the grind.“
Aðdáendur Flona bíða nú eftivæntingarfullir eftir nýrri plötu frá honum og hefur hann sjálfur gefið það lauslega í skyn á samfélagsmiðlum að ný plata undir nafninu „FLONI 2“ sé á leiðinni. Hvort „FLONI 2“ muni nokkurntímann líta dagsins ljós er óvíst, Floni forðast að staðfesta það og segir sjálfur: „Mögulega, FLONI 2 er thing, það verður eitthvað dót, núna í þessum mánuði eru hinsvegar að koma út 2 ný geggjuð lög.“
Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið á Spotify.