Einn þekktasti hönnuður samtímans með sýningu í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. júní 2018 09:00 Tom Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans. Samsett/GettyImages-Tom Dixon Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár. Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár.
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira