Brot Þórðar kveikti í Stjörnunni: „Mér fannst þetta rautt,“ sagði Rúnar Páll Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júní 2018 19:36 Rúnar Páll. vísir/eyþór Stjarnan vann stórsigur á Fjölni í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og urðu lokatölur í Garðabæ 6-1. „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiks hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Stjarnan vann stórsigur á Fjölni í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og urðu lokatölur í Garðabæ 6-1. „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiks hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45