Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú tækifæri til að breyta bandarísku samfélagi næstu áratugi með einni ákvörðun. Viðkvæmt valdajafnvægi hæstaréttar er í húfi við skipun nýs dómara og þar með afstaða réttarins til margra helstu hitamála samtímans. Íhaldsmenn eru þegar komnir með undirtökin en ætla má að Trump hugnist að skipa harðlínumann og dómararnir eru skipaðir ævilangt. Frjálslyndir Bandaríkjamenn óttast því að nú taki við allt að þrjátíu ára langt tímabil þar sem þróun síðustu áratuga í átt frjálslyndis verði snúið við. Lítum aðeins á sögu hæstaréttar vestanhafs og hvernig skipan dómara við réttinn hefur mótað nútímasöguna og haft áhrif langt út fyrir landsteinana. Hérna gerast töfrarnir.Vísir/GettyTveir pólar, tvær fylkingar, einn hæstiréttur Allir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa skipað minnst einn dómara, fyrir utan William Henry Harrison á 19. öld. Harrison á reyndar mörg svipuð „met“ í athafnaleysi þar sem honum tókst að næla sér í flensu og deyja aðeins mánuði eftir að hann tók við embætti. Ef við færum okkur fram í nútímann hafa flestir forsetar frá 1960 fengið tækifæri til að skipa tvo dómara hver. Stöðurnar losna með óreglulegu millibili eftir því sem eldri dómarar deyja eða hætta af heilsufarsástæðum, undanfarið hefur það gerst að jafnaði á fjögurra ára fresti. Þar sem 9 dómarar eru við réttinn myndast yfirleitt sú staða að hann skiptist í tvær meginfylkingar; 4 íhaldsmenn (repúblikanar) og 5 frjálslyndir (demókratar) eða öfugt. Valdajafnvægið sveiflast því fram og aftur. Sá forseti sem fær það hlutverk að skipa nýjan hæstaréttardómara notar nánast alltaf tækifærið til að hafa áhrif á þetta valdajafnvægi með því að skipa einhvern úr „sínu liði“. Það gefur forsetum færi á að setja mark sitt á bandarískt samfélag langt eftir að þeir láta sjálfir af embætti.Hæstiréttur Bandaríkjanna gegndi lykilhlutverki í afnámi aðskilnaðarstefnu og réttindabaráttu blökkumannaVísir/Getty„You have the right to remain silent...“ Ef litið er á þróunina má segja í grófum dráttum að vatnaskil hafi orðið eftir að Eisenhower forseti skipaði Earl Warren forseta hæstaréttar árið 1953. Þó að Eisenhower væri repúblikani var hann ekki eins íhaldssamur og margir samflokksmenn hans og Warren átti eftir að hallast í sífellt frjálslyndari átt með árunum. Oft er talað um hæstarétt á þeim sextán árum sem hann gegndi stöðunni, sem „the Warren Court“ eða Warren réttinn. Frá 1953 til 1969 urðu gríðarlegar breytingar á bandarískri menningu og þjóðarsál sem endurspeglaðist ekki síst í úrskurðum Warren réttarins. Það var á þessum tíma sem réttindabarátta blökkumanna skilaði loks áþreifanlegum árangri. Hæstiréttur bannaði aðskilnaðarstefnu í skólakerfinu og skikkaði ríkisstjóra í Suðurríkjunum til að leyfa börnum að sækja sér menntun óháð kynþætti. Þá stóð rétturinn vörð um borgararéttindi í ýmsum myndum, jafnaði vægi atkvæða í kosningum og styrkti réttarstöðu sakborninga. Þeir sem fylgjast með bandarískum glæpaþáttum þekkja væntanlega flestir þá reglur að allir sakborningar eigi rétt á lögfræðingi á kostnað ríkisins og hafi auk þess rétt til að neita að tala við lögreglu við handtöku (Miranda rights). Báðar reglur eru bein afleiðing úrskurða Warren réttarins. Þessir úrskurðir og margir aðrir höfðu sterkt fordæmisgildi í bandarískri stjórnsýslu og juku völd dómsvaldsins á kostnað löggjafa- og framkvæmdavaldsins. Völd alríkisvaldsins jukust sömuleiðis á kostnað einstakra ríkja, t.d. þegar Suðurríkin þurftu að binda enda á aðskilnað hvítra og svarta.Grafið sýnir hvernig dómarar við hæstarétt hafa sveiflast til í pólitískri hugmyndafræði. Því hærra sem gildið er, því íhaldssamari er dómarinn.Martin/Quinn (Wikipedia)Miðjumoð Kennedys Eftir þessa sextán ára sveiflu í átt frjálslyndis urðu nokkrar breytingar þegar Richard Nixon skipaði Warren Burger sem forseta hæstaréttar árið 1969. Íhaldsmenn náðu síðan enn sterkari tökum á hæstarétti þegar Ronald Reagan skipaði William Rehnquist sem arftaka Burgers árið 1986. Næstu nítján ár myndi hæstiréttur bera nafnið „Rehnquist rétturinn“ í sögubókum. Það var t.d. ekki fyrr en líða fór á hans feril sem raunverulegur árangur náðist í réttindabaráttu samkynhneigðra vestanhafs. Þó færðist hann til vinstri eins og flestir dómarar við réttinn. Reagan skipaði einnig Anthony Kennedy sem hæstaréttardómara árið 1988 en það er hann sem hefur tilkynnt að hann hyggist setjast í helgan stein á þessu ári. Þrátt fyrir að hann hafi verið skipaður af Reagan var stundum talað um að Kennedy stæði mitt á milli þeirra andstæðu póla íhaldssemi og frjálslyndis sem einkenna réttinn. Kennedy og Rehnquist eru raunar báðir dæmi um þrálátt vandamál sem íhaldsmenn hafa þurft að glíma við: Dómarar virðast verða frjálslyndari með aldrinum.Þó að tilnefndir dómarar repúblikana hefji störf sem miklir íhaldsmenn virðist það bráa af þeim með aldrinumFiveThirtyEight/Martin-QuinnÞað er svo undarlegt með unga menn Sumir hafa reynt að leggja Winston Churchill þau orð í munn að þeir séu hjartalausir sem ekki séu frjálslyndir fyrir 25 ára aldur en heilalausir sem ekki gerist íhaldsmenn eftir 35 ára aldur. Fyrir utan þá staðreynd að Churchill sagði aldrei neitt í þá veru virðist þessi þróun frá vinstri til hægri fráleitt algild. Þvert á móti virðist þessu öfugt farið með hæstaréttardómara. Pólitísk afstaða þeirra er mæld með því að bera saman úrskurði allt aftur til 1937 og fá út það sem nefnist Martinn-Quinn gildi. Því hærra sem gildið er, þeim mun íhaldssamari er dómarinn í úrskurðum sínum. Ef við lítum á línuritið er ljóst að repúblikanar skipa töluvert íhaldssamari dómara en demókratar, eins og búast mátti við. Þessir íhaldssamari dómarar milda hins vegar flestir afstöðu sína eftir því sem þeir eldast á meðan lítil breyting verður á afstöðu hinna frjálslyndari. Íhaldsmennirnir eru langlífari að jafnaði og þeir sem ná 85 ára aldri eru að meðaltali orðnir meira frjálslyndir en dómarar sem skipaðir voru af demókrötum. Það verður að teljast áhugavert þó að erfitt sé að greina ástæðurnar. Sumir telja að ástæðurnar séu að hluta til félagslegar. Setu í hæstarétti Bandaríkjanna fylgja umtalsverð veisluhöld og endalaus matarboð. Íbúar Washington DC, þar sem rétturinn hefur aðsetur, eru almennt mjög frjálslyndir og fylgjast náið með stjórnmálum af augljósum ástæðum. Eins og nýleg dæmi sanna verða harðir íhaldsmenn oft fyrir aðkasti eftir að þeir flytja til höfuðborgarinnar. Fulltrúar Trump stjórnarinnar hafa meðal annars verið reknir út af mexíkóskum veitingastöðum þar undanfarið og ungir lærlingar í Hvíta húsinu kvarta undan döpru ástarlífi sínu af sömu sökum. Richard Nixon hafði sjálfur svo miklar áhyggjur af þessu að það hafði áhrif á val hans á hæstaréttardómara á sínum tíma. Stóra spurningin í hans huga var hvort hann gæti fundið íhaldssaman dómara sem myndi ekki láta afvegaleiðast í endalausum kokteilboðum frjálslyndu elítunnar. Nixon valdi að lokum Harry Blackmun en það reyndust mistök. Blackmun hallaði sífellt meira í átt frjálslyndis næstu ár þó að ekki sé vitað hversu duglegur hann var að mæta í kokteilboðin. Hans atkvæði skipti sköpum þegar fóstureyðingar voru leyfðar á ný í Bandaríkjunum eftir Roe vs. Wade úrskurðinn sögufræga.Það gildir öllu fyrir dómara að halda sönsum við erfiðar aðstæðurVísir/GettyHarður dómur sögunnar Aðrir hafa bent á að sagan virðist oftar en ekki dæma íhaldsmenn mjög harkalega en frjálslyndir dómarar njóta hylli langt eftir sinn dag. Það voru t.d. íhaldsmenn við hæstarétt sem úrskurðuðu á sínum tíma að blökkumenn væru ekki ríkisborgarar og leyfilegt væri að safna saman öllum Bandaríkjamönnum af japönskum ættum og setja í fangabúðir. Þeir úrskurðir eru í dag svartir blettir á réttarsögu landsins á meðan fyrrnefndur Earl Warren, sem reyndist frjálslyndari en margir samtímamenn, er hetja í augum margra. Hugsanlegt er að hæstaréttardómarar verði meira meðvitaðir um hlutverk sitt í stóra samhengi sögunnar þegar aldurinn færist yfir og vilji síður taka áhættu í þeim efnum. Hvað sem öllu þessu líður er ljóst að Trump forseti stendur frammi fyrir stórri ákvörðun sem getur haft afdrifarík áhrif um ókomin ár. Anthony Kennedy, sem nú lætur af störfum, var skipaður sem íhaldsmaður en leitaði smám saman meira til vinstri eins og flestir kollegar hans. Hann hefur verið nokkurn veginn fyrir miðju hvað hugmyndafræði varðar síðustu ár og líklegt þykir að Trump vilji gjörbreyta valdajafnvæginu til lengri tíma með því að finna eins íhaldssaman og ungan dómara og mögulegt er. Sá þarf ekki aðeins að vera langlífur og þrjóskur heldur forðast kokteilboð og sögubækur í lengstu lög. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú tækifæri til að breyta bandarísku samfélagi næstu áratugi með einni ákvörðun. Viðkvæmt valdajafnvægi hæstaréttar er í húfi við skipun nýs dómara og þar með afstaða réttarins til margra helstu hitamála samtímans. Íhaldsmenn eru þegar komnir með undirtökin en ætla má að Trump hugnist að skipa harðlínumann og dómararnir eru skipaðir ævilangt. Frjálslyndir Bandaríkjamenn óttast því að nú taki við allt að þrjátíu ára langt tímabil þar sem þróun síðustu áratuga í átt frjálslyndis verði snúið við. Lítum aðeins á sögu hæstaréttar vestanhafs og hvernig skipan dómara við réttinn hefur mótað nútímasöguna og haft áhrif langt út fyrir landsteinana. Hérna gerast töfrarnir.Vísir/GettyTveir pólar, tvær fylkingar, einn hæstiréttur Allir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa skipað minnst einn dómara, fyrir utan William Henry Harrison á 19. öld. Harrison á reyndar mörg svipuð „met“ í athafnaleysi þar sem honum tókst að næla sér í flensu og deyja aðeins mánuði eftir að hann tók við embætti. Ef við færum okkur fram í nútímann hafa flestir forsetar frá 1960 fengið tækifæri til að skipa tvo dómara hver. Stöðurnar losna með óreglulegu millibili eftir því sem eldri dómarar deyja eða hætta af heilsufarsástæðum, undanfarið hefur það gerst að jafnaði á fjögurra ára fresti. Þar sem 9 dómarar eru við réttinn myndast yfirleitt sú staða að hann skiptist í tvær meginfylkingar; 4 íhaldsmenn (repúblikanar) og 5 frjálslyndir (demókratar) eða öfugt. Valdajafnvægið sveiflast því fram og aftur. Sá forseti sem fær það hlutverk að skipa nýjan hæstaréttardómara notar nánast alltaf tækifærið til að hafa áhrif á þetta valdajafnvægi með því að skipa einhvern úr „sínu liði“. Það gefur forsetum færi á að setja mark sitt á bandarískt samfélag langt eftir að þeir láta sjálfir af embætti.Hæstiréttur Bandaríkjanna gegndi lykilhlutverki í afnámi aðskilnaðarstefnu og réttindabaráttu blökkumannaVísir/Getty„You have the right to remain silent...“ Ef litið er á þróunina má segja í grófum dráttum að vatnaskil hafi orðið eftir að Eisenhower forseti skipaði Earl Warren forseta hæstaréttar árið 1953. Þó að Eisenhower væri repúblikani var hann ekki eins íhaldssamur og margir samflokksmenn hans og Warren átti eftir að hallast í sífellt frjálslyndari átt með árunum. Oft er talað um hæstarétt á þeim sextán árum sem hann gegndi stöðunni, sem „the Warren Court“ eða Warren réttinn. Frá 1953 til 1969 urðu gríðarlegar breytingar á bandarískri menningu og þjóðarsál sem endurspeglaðist ekki síst í úrskurðum Warren réttarins. Það var á þessum tíma sem réttindabarátta blökkumanna skilaði loks áþreifanlegum árangri. Hæstiréttur bannaði aðskilnaðarstefnu í skólakerfinu og skikkaði ríkisstjóra í Suðurríkjunum til að leyfa börnum að sækja sér menntun óháð kynþætti. Þá stóð rétturinn vörð um borgararéttindi í ýmsum myndum, jafnaði vægi atkvæða í kosningum og styrkti réttarstöðu sakborninga. Þeir sem fylgjast með bandarískum glæpaþáttum þekkja væntanlega flestir þá reglur að allir sakborningar eigi rétt á lögfræðingi á kostnað ríkisins og hafi auk þess rétt til að neita að tala við lögreglu við handtöku (Miranda rights). Báðar reglur eru bein afleiðing úrskurða Warren réttarins. Þessir úrskurðir og margir aðrir höfðu sterkt fordæmisgildi í bandarískri stjórnsýslu og juku völd dómsvaldsins á kostnað löggjafa- og framkvæmdavaldsins. Völd alríkisvaldsins jukust sömuleiðis á kostnað einstakra ríkja, t.d. þegar Suðurríkin þurftu að binda enda á aðskilnað hvítra og svarta.Grafið sýnir hvernig dómarar við hæstarétt hafa sveiflast til í pólitískri hugmyndafræði. Því hærra sem gildið er, því íhaldssamari er dómarinn.Martin/Quinn (Wikipedia)Miðjumoð Kennedys Eftir þessa sextán ára sveiflu í átt frjálslyndis urðu nokkrar breytingar þegar Richard Nixon skipaði Warren Burger sem forseta hæstaréttar árið 1969. Íhaldsmenn náðu síðan enn sterkari tökum á hæstarétti þegar Ronald Reagan skipaði William Rehnquist sem arftaka Burgers árið 1986. Næstu nítján ár myndi hæstiréttur bera nafnið „Rehnquist rétturinn“ í sögubókum. Það var t.d. ekki fyrr en líða fór á hans feril sem raunverulegur árangur náðist í réttindabaráttu samkynhneigðra vestanhafs. Þó færðist hann til vinstri eins og flestir dómarar við réttinn. Reagan skipaði einnig Anthony Kennedy sem hæstaréttardómara árið 1988 en það er hann sem hefur tilkynnt að hann hyggist setjast í helgan stein á þessu ári. Þrátt fyrir að hann hafi verið skipaður af Reagan var stundum talað um að Kennedy stæði mitt á milli þeirra andstæðu póla íhaldssemi og frjálslyndis sem einkenna réttinn. Kennedy og Rehnquist eru raunar báðir dæmi um þrálátt vandamál sem íhaldsmenn hafa þurft að glíma við: Dómarar virðast verða frjálslyndari með aldrinum.Þó að tilnefndir dómarar repúblikana hefji störf sem miklir íhaldsmenn virðist það bráa af þeim með aldrinumFiveThirtyEight/Martin-QuinnÞað er svo undarlegt með unga menn Sumir hafa reynt að leggja Winston Churchill þau orð í munn að þeir séu hjartalausir sem ekki séu frjálslyndir fyrir 25 ára aldur en heilalausir sem ekki gerist íhaldsmenn eftir 35 ára aldur. Fyrir utan þá staðreynd að Churchill sagði aldrei neitt í þá veru virðist þessi þróun frá vinstri til hægri fráleitt algild. Þvert á móti virðist þessu öfugt farið með hæstaréttardómara. Pólitísk afstaða þeirra er mæld með því að bera saman úrskurði allt aftur til 1937 og fá út það sem nefnist Martinn-Quinn gildi. Því hærra sem gildið er, þeim mun íhaldssamari er dómarinn í úrskurðum sínum. Ef við lítum á línuritið er ljóst að repúblikanar skipa töluvert íhaldssamari dómara en demókratar, eins og búast mátti við. Þessir íhaldssamari dómarar milda hins vegar flestir afstöðu sína eftir því sem þeir eldast á meðan lítil breyting verður á afstöðu hinna frjálslyndari. Íhaldsmennirnir eru langlífari að jafnaði og þeir sem ná 85 ára aldri eru að meðaltali orðnir meira frjálslyndir en dómarar sem skipaðir voru af demókrötum. Það verður að teljast áhugavert þó að erfitt sé að greina ástæðurnar. Sumir telja að ástæðurnar séu að hluta til félagslegar. Setu í hæstarétti Bandaríkjanna fylgja umtalsverð veisluhöld og endalaus matarboð. Íbúar Washington DC, þar sem rétturinn hefur aðsetur, eru almennt mjög frjálslyndir og fylgjast náið með stjórnmálum af augljósum ástæðum. Eins og nýleg dæmi sanna verða harðir íhaldsmenn oft fyrir aðkasti eftir að þeir flytja til höfuðborgarinnar. Fulltrúar Trump stjórnarinnar hafa meðal annars verið reknir út af mexíkóskum veitingastöðum þar undanfarið og ungir lærlingar í Hvíta húsinu kvarta undan döpru ástarlífi sínu af sömu sökum. Richard Nixon hafði sjálfur svo miklar áhyggjur af þessu að það hafði áhrif á val hans á hæstaréttardómara á sínum tíma. Stóra spurningin í hans huga var hvort hann gæti fundið íhaldssaman dómara sem myndi ekki láta afvegaleiðast í endalausum kokteilboðum frjálslyndu elítunnar. Nixon valdi að lokum Harry Blackmun en það reyndust mistök. Blackmun hallaði sífellt meira í átt frjálslyndis næstu ár þó að ekki sé vitað hversu duglegur hann var að mæta í kokteilboðin. Hans atkvæði skipti sköpum þegar fóstureyðingar voru leyfðar á ný í Bandaríkjunum eftir Roe vs. Wade úrskurðinn sögufræga.Það gildir öllu fyrir dómara að halda sönsum við erfiðar aðstæðurVísir/GettyHarður dómur sögunnar Aðrir hafa bent á að sagan virðist oftar en ekki dæma íhaldsmenn mjög harkalega en frjálslyndir dómarar njóta hylli langt eftir sinn dag. Það voru t.d. íhaldsmenn við hæstarétt sem úrskurðuðu á sínum tíma að blökkumenn væru ekki ríkisborgarar og leyfilegt væri að safna saman öllum Bandaríkjamönnum af japönskum ættum og setja í fangabúðir. Þeir úrskurðir eru í dag svartir blettir á réttarsögu landsins á meðan fyrrnefndur Earl Warren, sem reyndist frjálslyndari en margir samtímamenn, er hetja í augum margra. Hugsanlegt er að hæstaréttardómarar verði meira meðvitaðir um hlutverk sitt í stóra samhengi sögunnar þegar aldurinn færist yfir og vilji síður taka áhættu í þeim efnum. Hvað sem öllu þessu líður er ljóst að Trump forseti stendur frammi fyrir stórri ákvörðun sem getur haft afdrifarík áhrif um ókomin ár. Anthony Kennedy, sem nú lætur af störfum, var skipaður sem íhaldsmaður en leitaði smám saman meira til vinstri eins og flestir kollegar hans. Hann hefur verið nokkurn veginn fyrir miðju hvað hugmyndafræði varðar síðustu ár og líklegt þykir að Trump vilji gjörbreyta valdajafnvæginu til lengri tíma með því að finna eins íhaldssaman og ungan dómara og mögulegt er. Sá þarf ekki aðeins að vera langlífur og þrjóskur heldur forðast kokteilboð og sögubækur í lengstu lög.
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20