Stjarnan vann stórsigur á KR í Vesturbænum og Selfoss vann HK/Víking í nýliðaslag í Kórnum þegar 7. umferð Pepsi deildar kvenna lauk í kvöld.
Katrín Ómarsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins á 51. mínútu í Vesturbænum þegar hún fékk sendingu niðri með jörðinni, lyfti boltanum upp í loftið í fyrstu snertingu og tók bakfallsspyrnu beint í netið.
Markið var þó frekar þýðingarlaust hvað úrslit leiksins varðar, Stjörnukonur höfðu skorað þrjú mörk í fyrri hálfleik og voru 3-0 yfir þegar markið kom. Katrín Ásbjörnsdóttir bætti svo við fjórða marki Stjörnunnar á 64. mínútu.
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir náði í annað sárabótamark fyrir KR í uppbótartíma en það gerði lítið og öruggur sigur Stjörnunnar.
Í Kópavogi var nýliðaslagurinn frekar rólegur þar til á 80. mínútu þegar Selfyssingar gerðu tvö mörk á jafn mörgum mínútu. Magdalena Anna Reimus kom Selfyssingum yfir og lagði svo upp mark fyrir Kristrúnu Rut Anotnsdóttur.
Varamaðurinn Alexis Kiehl bætti þriðja marki Selfoss við á 90. mínútu og gulltryggði sterkan útisigur.
Selfoss fór með sigrinum upp fyrir Grindavík í sjötta sæti deildarinnar. HK/Víkingur er í 8. sæti, stigi á undan KR í fallsæti. Stjarnan er enn í fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Val og Breiðabliki í öðru og þriðja sæti.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Stórkostlegt mark Katrínar gat ekki bjargað KR
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Bradley Beal til Clippers
Körfubolti


Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti

Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti


Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti
