30 punda lax á land á Nesi Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2018 10:00 Nils með 30 punda laxinn úr Vitaðsgjafa Mynd: Laxá Nesi FB Nessvæðið í Laxá í Aðaldal er líklega eitt annálaðasta stórlaxasvæði landsins og þar koma oft upp stærstu laxar ársins. Í dag veiddist lax sem var mældur 111 sm langur en samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar er sá fiskur áætlaður 13.4 kíló eða um 28-30 ensk pund. Laxinn veiddi stórlaxahvíslarinn Nils Folmer en það hafa líklega fáir landað jafn mörgum stórlöxum á Íslandi og hann síðustu ár. Laxinn tók í Vitaðsgjafa og stökk á nýja flugu sem Nils hannaði og hnýtti sjálfur en sú heitir eftir konu sem telur sig hafa átt vingott við núverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump, Stormy Daniels. Nils hefur hannað margar fengsælar og vinsælar veiðiflugur og eftir að svona lax tekur eina af hans hnýtingum þá má reikna með að eftirspurn eftir henni eigi eftir að aukast í veiðibúðum landsins. Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði
Nessvæðið í Laxá í Aðaldal er líklega eitt annálaðasta stórlaxasvæði landsins og þar koma oft upp stærstu laxar ársins. Í dag veiddist lax sem var mældur 111 sm langur en samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar er sá fiskur áætlaður 13.4 kíló eða um 28-30 ensk pund. Laxinn veiddi stórlaxahvíslarinn Nils Folmer en það hafa líklega fáir landað jafn mörgum stórlöxum á Íslandi og hann síðustu ár. Laxinn tók í Vitaðsgjafa og stökk á nýja flugu sem Nils hannaði og hnýtti sjálfur en sú heitir eftir konu sem telur sig hafa átt vingott við núverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump, Stormy Daniels. Nils hefur hannað margar fengsælar og vinsælar veiðiflugur og eftir að svona lax tekur eina af hans hnýtingum þá má reikna með að eftirspurn eftir henni eigi eftir að aukast í veiðibúðum landsins.
Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði