Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía stendur fyrir mótinu en í fyrra söfnuðust um fjórar milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins. „Ég elska að koma heim og sjá allt fólkið mitt. Ég fæ ekkert rosalega oft að spila á Íslandi svo það er skemmtilegt,“ sagði Ólafía Þórunn við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er svo gott fyrir hjartað og mér líður vel í marga daga eftir á,“ sagði Ólafía um mótið. Hún fékk fjóra atvinnukylfinga af LPGA mótaröðinni með sér til Íslands og tóku þær allar þátt í mótinu í gær. Ólafía varð fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að spila á risamóti á síðasta ári. Í dag varð Haraldur Franklín Magnús fyrstur karla til þess að leika á risamóti þegar hann hóf leik á Opna breska meistaramótinu rétt fyrir klukkan 10. „Haddi, hann er snillingur. Hann á eftir að standa sig mjög vel. Hann er svo andlega sterkur og kann þetta alveg. Ég er mjög spennt að fylgjast með honum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Alls söfnuðust þrjár milljónir á mótinu sem renna til Umhyggju – félags langveikra barna. „Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sérútbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Það er aðeins með velvild og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem hægt er að halda starfinu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu góðgerðarmóti“ segir Regína Lilja Magnúsdóttir, formaður Umhyggju.Vísir er með beina textalýsingu af fyrsta hring Haralds og hana má lesa hér.Ólafía Þórunn með stóra ávísun fyrir gott málefni.mynd/kpmg Golf Tengdar fréttir Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía stendur fyrir mótinu en í fyrra söfnuðust um fjórar milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins. „Ég elska að koma heim og sjá allt fólkið mitt. Ég fæ ekkert rosalega oft að spila á Íslandi svo það er skemmtilegt,“ sagði Ólafía Þórunn við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er svo gott fyrir hjartað og mér líður vel í marga daga eftir á,“ sagði Ólafía um mótið. Hún fékk fjóra atvinnukylfinga af LPGA mótaröðinni með sér til Íslands og tóku þær allar þátt í mótinu í gær. Ólafía varð fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að spila á risamóti á síðasta ári. Í dag varð Haraldur Franklín Magnús fyrstur karla til þess að leika á risamóti þegar hann hóf leik á Opna breska meistaramótinu rétt fyrir klukkan 10. „Haddi, hann er snillingur. Hann á eftir að standa sig mjög vel. Hann er svo andlega sterkur og kann þetta alveg. Ég er mjög spennt að fylgjast með honum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Alls söfnuðust þrjár milljónir á mótinu sem renna til Umhyggju – félags langveikra barna. „Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sérútbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Það er aðeins með velvild og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem hægt er að halda starfinu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu góðgerðarmóti“ segir Regína Lilja Magnúsdóttir, formaður Umhyggju.Vísir er með beina textalýsingu af fyrsta hring Haralds og hana má lesa hér.Ólafía Þórunn með stóra ávísun fyrir gott málefni.mynd/kpmg
Golf Tengdar fréttir Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Sjá meira
Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00