Breiðablik er komið á toppinn í Pepsi-deild kvenna eftir 1-0 sigur á Stjörnunni og Valur bjargaði stigi gegn Selfoss á útivelli.
Selma Sól Magnúsdóttir skoraði sigurmark Blika á 28. mínútu en það reyndist eina mark leiksins. Blikarnir á toppnum með 27 stig en Stjarnan í því fjórða með sextán stig.
Selfoss og Valur gerðu 1-1 jafntefli fyrir austan. Erna Guðjónsdóttir kom Selfyssingum yfir á 34. mínútu en Pála Marie Einarsdóttir jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok.
Valur er í þriðja sæti deildarinnar og er að missa af lestinni. Þær hafa einungis fengið tvö stig af síðustu níu og eru nú sjö stigum frá toppnum.
Selfyssingar eru í sjöunda sætinu, með jafn mörg stig og Grindavík, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net.
Selma Sól skaut Blikum á toppinn og Pála bjargaði stigi fyrir Val á Selfossi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti




„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn