Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2018 13:30 Haraldur Franklín Magnús hefur leik klukkan 08.53 í fyrramálið. vísir/getty Haraldur Franklín Magnús hefur fyrstur íslenskra karlmanna leik á risamóti í golfi klukkan 8.53 fyrramálið þegar hann fer af stað á opna breska meistaramótinu sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Þetta er lang sterkasta mót sem Haraldur hefur spilað á en mættir eru til leiks allir sterkustu kylfingar heims sem berjast um Silfurkönnuna, bikarinn fræga sem afhentur er meistara hvers árs. Eins og á öllum risamótum er mikið af peningum til skiptanna en heildarupphæð sigurlaunanna eru 10,5 milljónir dollara eða ríflega 1,1 milljarður króna. Sigurvegarinn fær 1,89 milljón dollara í sinn hlut eða ríflega 200 milljónir króna.Haraldur Franklín æfir sig á Carnoustie-vellinum.vísir/gettyAllir fá eitthvað Það fá allir eitthvað í vasann fyrir að taka þátt og á Haraldur Franklín von á vænni útborgun ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Að minnsta kosti 70 kylfingar fá að spila seinni tvo hringinga en 70. sætið á mótinu gefur 24.175 dollara sem eru 2,5 milljónir króna. Þetta eru töluvert hærri upphæðir en Haraldur Franklín en vanur að keppa um á Nordic League sem er þriðja efsta mótaröðin á Evrópumótaröðinni. Þar er sigurvegari hvers móts að fá um 6.500-8.000 sænskar krónur sem eru 78 þúsund til 97 þúsund íslenskar krónur. Það er því ríflega 25 sinnum verðmætara fyrir Harald að komast í gegnum niðurskurðinn á opna breska heldur en að vinna mót á Nordic League. Enginn sem keppir á opna breska meistaramótinu fær inna en 13.500 dollara eða 1,4 milljónir króna þannig sama hvernig fer í Skotlandi fær Haraldur sín hæstu sigurlaun á ferlinum. Golf Tengdar fréttir Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00 Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús hefur fyrstur íslenskra karlmanna leik á risamóti í golfi klukkan 8.53 fyrramálið þegar hann fer af stað á opna breska meistaramótinu sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Þetta er lang sterkasta mót sem Haraldur hefur spilað á en mættir eru til leiks allir sterkustu kylfingar heims sem berjast um Silfurkönnuna, bikarinn fræga sem afhentur er meistara hvers árs. Eins og á öllum risamótum er mikið af peningum til skiptanna en heildarupphæð sigurlaunanna eru 10,5 milljónir dollara eða ríflega 1,1 milljarður króna. Sigurvegarinn fær 1,89 milljón dollara í sinn hlut eða ríflega 200 milljónir króna.Haraldur Franklín æfir sig á Carnoustie-vellinum.vísir/gettyAllir fá eitthvað Það fá allir eitthvað í vasann fyrir að taka þátt og á Haraldur Franklín von á vænni útborgun ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Að minnsta kosti 70 kylfingar fá að spila seinni tvo hringinga en 70. sætið á mótinu gefur 24.175 dollara sem eru 2,5 milljónir króna. Þetta eru töluvert hærri upphæðir en Haraldur Franklín en vanur að keppa um á Nordic League sem er þriðja efsta mótaröðin á Evrópumótaröðinni. Þar er sigurvegari hvers móts að fá um 6.500-8.000 sænskar krónur sem eru 78 þúsund til 97 þúsund íslenskar krónur. Það er því ríflega 25 sinnum verðmætara fyrir Harald að komast í gegnum niðurskurðinn á opna breska heldur en að vinna mót á Nordic League. Enginn sem keppir á opna breska meistaramótinu fær inna en 13.500 dollara eða 1,4 milljónir króna þannig sama hvernig fer í Skotlandi fær Haraldur sín hæstu sigurlaun á ferlinum.
Golf Tengdar fréttir Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00 Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00
Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00