Rannsókn á Panamagögnum leitt í ljós stórfelld skattundanskot í 57 málum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 15:52 Íslendingurinn sætir farbanni og eignir upp á 180 milljónir króna hafa verið kyrrsettar. Vísir/Getty Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06
Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent