Cardi B með flestar tilnefningar til myndbandaverðlauna MTV Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2018 15:56 Cardi B er með flestar tilnefningar Vísir/Getty Tilnefningar til MTV myndbandaverðlaunanna hafa verið kynntar og er það en verðlaunin verða veitt þann 20.ágúst næstkomandi í Radio City Music Hall. Söngkonan Cardi B er með flestar tilnefningar eða 10 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd fyrir myndband ársins, listamaður ársins og lag ársins. Hjónakornin Beyoncé og Jay-Z fylgja fast á hæla Cardi B en þau eru með 8 tilnefningar. Childish Gambino og Drake eru þar næstir með sjö tilnefningar hvor. Þar á eftir koma Bruno Mars með sex tilnefningar og Ariana Grande og Camila Cabello eru með fimm tilnefningar báðar.Myndband Childish Gambino við lagið This is America er meðal annars tilnefnt í flokknum tónlistarmyndband ársins og sem besta myndband með skilaboð. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli en þar er vakin athygli á faraldri byssuofbeldis í Bandaríkjunum, lögregluofbeldi og fleiri samfélagslegum vandamálum. Tónlistarmaðurinn Drake er einnig tilnefndur fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið sitt God‘s Plan. Þar sést Drake heilsa upp á aðdáendur sína, gefa peninga til góðgerðarmálefna og gefa börnum leikföng.Söngkonan Camila Cabelo er meðal annars tilnefnd í flokknum lag ársins fyrir lagið sitt Havana. Myndbandið við það lag byrjar eins og spænsk sápuópera með tilheyrandi dramatík. Það er ekki fyrr en tvær og hálf mínúta er búin af myndbandinu að lagið sjálft byrjar að heyrast.Lista yfir allar tilnefningarnar má finna hér. Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tilnefningar til MTV myndbandaverðlaunanna hafa verið kynntar og er það en verðlaunin verða veitt þann 20.ágúst næstkomandi í Radio City Music Hall. Söngkonan Cardi B er með flestar tilnefningar eða 10 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd fyrir myndband ársins, listamaður ársins og lag ársins. Hjónakornin Beyoncé og Jay-Z fylgja fast á hæla Cardi B en þau eru með 8 tilnefningar. Childish Gambino og Drake eru þar næstir með sjö tilnefningar hvor. Þar á eftir koma Bruno Mars með sex tilnefningar og Ariana Grande og Camila Cabello eru með fimm tilnefningar báðar.Myndband Childish Gambino við lagið This is America er meðal annars tilnefnt í flokknum tónlistarmyndband ársins og sem besta myndband með skilaboð. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli en þar er vakin athygli á faraldri byssuofbeldis í Bandaríkjunum, lögregluofbeldi og fleiri samfélagslegum vandamálum. Tónlistarmaðurinn Drake er einnig tilnefndur fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið sitt God‘s Plan. Þar sést Drake heilsa upp á aðdáendur sína, gefa peninga til góðgerðarmálefna og gefa börnum leikföng.Söngkonan Camila Cabelo er meðal annars tilnefnd í flokknum lag ársins fyrir lagið sitt Havana. Myndbandið við það lag byrjar eins og spænsk sápuópera með tilheyrandi dramatík. Það er ekki fyrr en tvær og hálf mínúta er búin af myndbandinu að lagið sjálft byrjar að heyrast.Lista yfir allar tilnefningarnar má finna hér.
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira