Oliver: Flottasta mark sem ég hef skorað Magnús Ellert Bjarnason skrifar 16. júlí 2018 21:22 Oliver skoraði sigurmarkið í dag. vísir/bára Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15