Oliver: Flottasta mark sem ég hef skorað Magnús Ellert Bjarnason skrifar 16. júlí 2018 21:22 Oliver skoraði sigurmarkið í dag. vísir/bára Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15