Ólafía flaug í gegnum niðurskurðinn á fimm fuglum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2018 18:07 Ólafía Þórunn spilar áfram í Ohio um helgina vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á öðrum hring Marathon Classic mótsins á LPGA mótaröðinni í golfi í dag og er örugg í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Fyrsti hringurinn í gær var mjög stöðugur hjá Ólafíu og kláraði hún hann á einu höggi undir pari. Hringurinn í dag byrjaði mjög vel, Ólafía fékk pör á fyrstu fjórum holunum áður en hún sló fyrir tveimur fuglum á næstu þremur holum og kláraði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Seinni níu voru nokkur rússíbanareið, hún fékk tvo skolla og þrjá fugla, og kom í hús á þremur höggum undir pari í dag, samtals fjórum höggum undir pari í heildina í mótinu. Þegar Ólafía lauk keppni var hún jöfn í 15. - 24. sæti, fjórum höggum frá Thidapa Suwannapura og Caroline Hedwall sem deila forystunni. Því skal þó haldið til haga að Ólafía var á meðal fyrstu kvenna út í morgun og því eiga margir keppendur eftir að ljúka keppni. Ólafía er þó örugg í gegnum niðurskurðinn, sem er við parið. Ólafía hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og er þetta aðeins í annað skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn síðan í byrjun maímánaðar. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á öðrum hring Marathon Classic mótsins á LPGA mótaröðinni í golfi í dag og er örugg í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Fyrsti hringurinn í gær var mjög stöðugur hjá Ólafíu og kláraði hún hann á einu höggi undir pari. Hringurinn í dag byrjaði mjög vel, Ólafía fékk pör á fyrstu fjórum holunum áður en hún sló fyrir tveimur fuglum á næstu þremur holum og kláraði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Seinni níu voru nokkur rússíbanareið, hún fékk tvo skolla og þrjá fugla, og kom í hús á þremur höggum undir pari í dag, samtals fjórum höggum undir pari í heildina í mótinu. Þegar Ólafía lauk keppni var hún jöfn í 15. - 24. sæti, fjórum höggum frá Thidapa Suwannapura og Caroline Hedwall sem deila forystunni. Því skal þó haldið til haga að Ólafía var á meðal fyrstu kvenna út í morgun og því eiga margir keppendur eftir að ljúka keppni. Ólafía er þó örugg í gegnum niðurskurðinn, sem er við parið. Ólafía hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og er þetta aðeins í annað skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn síðan í byrjun maímánaðar.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira