Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2018 21:04 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. visir/stefán „Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00