Blanda ýmsu saman eins og í bakstri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 10:00 Sólrún Ylfa og Ingibjörg Ásta leika sér með Bach-tónlistina í skapandi sumarstarfi á vegum Kópavogs. Fréttablaðið/Sigtryggur Þær Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda fiðludúettinn Bachelsi sem heldur tónleika innan um listaverk Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni síðdegis í dag. Það er sumarstarfið þeirra í ár að spila Bach. „Við erum dálítið að útsetja líka,“ tekur Ingibjörg fram. „Þess vegna fannst okkur Bachelsi gott nafn á okkur, því þar er maður dálítið í að blanda ýmsu saman, eins og í bakstri.“ Sólrún fylgir því eftir. „Við höfum til dæmis verið að útsetja verk sem Bach samdi fyrir ákveðin hljóðfæri, til dæmis orgeltríó sem við spilum á tvær fiðlur og gítar, með Brynjari vini okkar, og Parthydu sem er samin fyrir píanó en við útsetjum fyrir tvær fiðlur. Aðeins að krukka í verk meistarans. Þannig kynnumst við honum bara betur,“ segir hún. Þær fá fleira tónlistarfólk sem er með þeim í skapandi sumarstörfum í Kópavogi til liðs við sig í dag. Það eru Rögnvaldur Konráð Helgason á óbó, Brynjar Friðrik Pétursson sem leikur á klassískan gítar og Katrín Helga Ólafsdóttir á rafbassa. „Það verður dálítið nýtt fyrir fólk að hlýða á Bach á tvær fiðlur og rafbassa,“ bendir Sólrún á. Þær segjast afar ánægðar með að fá að spila í Gerðarsafni innan um verkin hennar Gerðar Helgadóttur því að þau eigi margt sameiginlegt með Bach. „Hvorutveggja snýst um form og byggingu, einhvers konar heild,“ bendir Ingibjörg á. Skyldu þær ætla að ganga um safnið meðan á tónleikum stendur eða verða kyrrar? „Við höldum okkur á sama stað – undir loftgluggunum – þar hljómar svo vel,“ segir Sólrún. Þær stöllur segjast hafa unnið lengi saman, líklega í fimmtán ár, þó mest í kammergrúppum og strengjahljómsveitum. „Ég byrjaði þriggja ára að æfa á fiðlu og hafði ekkert um það að segja þá,“ segir Sólrún brosandi en Ingibjörg kveðst hafa verið átta ára þegar hún hóf námið. „Þegar við hittumst byrjuðum við strax að spila í fiðluhóp með fleiri krökkum í Tónskóla Sigursveins.“ Sólrún er nú á öðru ári í fiðluleik í Listaháskólanum, með Auði Hafsteinsdóttur sem kennara. „Við erum báðar hjá Auði,“ segir Ingibjörg. „Ég er í Tónskóla Sigursveins og Auður er að kenna þar líka.“ Þær segjast hafa fengið hjálp við að finna nafnið Bachelsi. „Okkur var búið að detta ýmislegt í hug, misgott en þetta varð ofan á,“ segir Sólrún. „Það er skemmtilegt að bjóða svo upp á bakkelsi í lok dagskrár. Það eru allir velkomnir og ég vona að fólk hafi húmor fyrir þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þær Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda fiðludúettinn Bachelsi sem heldur tónleika innan um listaverk Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni síðdegis í dag. Það er sumarstarfið þeirra í ár að spila Bach. „Við erum dálítið að útsetja líka,“ tekur Ingibjörg fram. „Þess vegna fannst okkur Bachelsi gott nafn á okkur, því þar er maður dálítið í að blanda ýmsu saman, eins og í bakstri.“ Sólrún fylgir því eftir. „Við höfum til dæmis verið að útsetja verk sem Bach samdi fyrir ákveðin hljóðfæri, til dæmis orgeltríó sem við spilum á tvær fiðlur og gítar, með Brynjari vini okkar, og Parthydu sem er samin fyrir píanó en við útsetjum fyrir tvær fiðlur. Aðeins að krukka í verk meistarans. Þannig kynnumst við honum bara betur,“ segir hún. Þær fá fleira tónlistarfólk sem er með þeim í skapandi sumarstörfum í Kópavogi til liðs við sig í dag. Það eru Rögnvaldur Konráð Helgason á óbó, Brynjar Friðrik Pétursson sem leikur á klassískan gítar og Katrín Helga Ólafsdóttir á rafbassa. „Það verður dálítið nýtt fyrir fólk að hlýða á Bach á tvær fiðlur og rafbassa,“ bendir Sólrún á. Þær segjast afar ánægðar með að fá að spila í Gerðarsafni innan um verkin hennar Gerðar Helgadóttur því að þau eigi margt sameiginlegt með Bach. „Hvorutveggja snýst um form og byggingu, einhvers konar heild,“ bendir Ingibjörg á. Skyldu þær ætla að ganga um safnið meðan á tónleikum stendur eða verða kyrrar? „Við höldum okkur á sama stað – undir loftgluggunum – þar hljómar svo vel,“ segir Sólrún. Þær stöllur segjast hafa unnið lengi saman, líklega í fimmtán ár, þó mest í kammergrúppum og strengjahljómsveitum. „Ég byrjaði þriggja ára að æfa á fiðlu og hafði ekkert um það að segja þá,“ segir Sólrún brosandi en Ingibjörg kveðst hafa verið átta ára þegar hún hóf námið. „Þegar við hittumst byrjuðum við strax að spila í fiðluhóp með fleiri krökkum í Tónskóla Sigursveins.“ Sólrún er nú á öðru ári í fiðluleik í Listaháskólanum, með Auði Hafsteinsdóttur sem kennara. „Við erum báðar hjá Auði,“ segir Ingibjörg. „Ég er í Tónskóla Sigursveins og Auður er að kenna þar líka.“ Þær segjast hafa fengið hjálp við að finna nafnið Bachelsi. „Okkur var búið að detta ýmislegt í hug, misgott en þetta varð ofan á,“ segir Sólrún. „Það er skemmtilegt að bjóða svo upp á bakkelsi í lok dagskrár. Það eru allir velkomnir og ég vona að fólk hafi húmor fyrir þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira