Valdís Þóra úr leik á Opna skoska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2018 14:58 Valdís Þóra náði ekki að bæta fyrir erfiðan hring í gær vísir/getty Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í Aberdeen. Hún kláraði annan hringinn í dag á pari vallarins og var samtals á þremur höggum yfir pari. Valdís átti ekki nógu góðan dag í gær og kláraði fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur haldist við eitt högg yfir par í dag og því erfitt, en alls ekki ómögulegt, verkefni fyrir höndum hjá Valdísi að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún byrjaði daginn mjög vel og fékk fugl á annari holu. Hún fékk svo skolla á 6. holu en kláraði fyrri níu með því að bæta við öðrum fugli og var því einu höggi undir pari, samtals á tveimur yfir í mótinu, eftir fyrri níu holurnar. Seinni níu holurnar voru mjög skrautlegar hjá Skagakonunni. Hún fékk fugl á 11. holu og var komin undir niðurskurðarlínuna. Svo komu hins vegar tveir skollar og einn fugl á næstu þremur holum og Íslandsmeistarinn 2017 aftur dottin úr leik. Eftir par á 15. - 17. holu fékk Valdís svo skolla á 18. og var þar með nokkuð ljóst að hún sé úr leik. Eins og staðan var í mótinu þegar Valdís lauk leik lenti hún jöfn í 96. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig á meðal keppenda í mótinu. Hún átti enn erfiðara verkefni fyrir höndum því hún lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari. Hún er tiltölulega nýfarin af stað á öðrum hring og er búin að fá tvo fugla á fyrstu fimm holunum. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í Aberdeen. Hún kláraði annan hringinn í dag á pari vallarins og var samtals á þremur höggum yfir pari. Valdís átti ekki nógu góðan dag í gær og kláraði fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur haldist við eitt högg yfir par í dag og því erfitt, en alls ekki ómögulegt, verkefni fyrir höndum hjá Valdísi að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún byrjaði daginn mjög vel og fékk fugl á annari holu. Hún fékk svo skolla á 6. holu en kláraði fyrri níu með því að bæta við öðrum fugli og var því einu höggi undir pari, samtals á tveimur yfir í mótinu, eftir fyrri níu holurnar. Seinni níu holurnar voru mjög skrautlegar hjá Skagakonunni. Hún fékk fugl á 11. holu og var komin undir niðurskurðarlínuna. Svo komu hins vegar tveir skollar og einn fugl á næstu þremur holum og Íslandsmeistarinn 2017 aftur dottin úr leik. Eftir par á 15. - 17. holu fékk Valdís svo skolla á 18. og var þar með nokkuð ljóst að hún sé úr leik. Eins og staðan var í mótinu þegar Valdís lauk leik lenti hún jöfn í 96. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig á meðal keppenda í mótinu. Hún átti enn erfiðara verkefni fyrir höndum því hún lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari. Hún er tiltölulega nýfarin af stað á öðrum hring og er búin að fá tvo fugla á fyrstu fimm holunum.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira