Afleitur fyrsti hringur hjá Ólafíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 13:47 Ólafía Þórunn var í basli á fyrsta hring. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði ekki vel á fyrsta hring Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fram fer í Aberdeen en hún er sex höggum yfir pari eftir fyrsta keppnisdag. Ólafía byrjaði illa og var fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar en hún fékk þrjá skolla í röð á þriðju, fjórðu og fimmtu holu og svo bætti hún við skollum á sjöund og níundu holu. Hún virtist vera að komast í gang í byrjun seinni níu þegar að hún fékk fugl á elleftu holu en eftir fjögur pör í röð komu tveir skollar á 16. og 17.7 holu sem eru par fimm og par þrjú. Ólafía er í 125.-130. sæti eftir fyrsta hring, ellefu höggum á eftir fyrstu konum en 31 kylfingur er á pari eða undir pari þegar þetta er skrifað. Enn eiga fleiri kylfingar eftir að fara út á völl, meðal annars Valdís Þóra Jónsdóttir sem hefur leik klukkan 15.30 að skoskum tíma. Valdís keppir svo á Opna breska risamótinu um næstu helgi en Ólafía var að reyna að vinna sér inn keppnisrétt þar í Aberdeen en miðað við fyrsta hring lítur ekki út fyrir að íþróttamaður ársins fylgi Valdísi á risamótið. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði ekki vel á fyrsta hring Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fram fer í Aberdeen en hún er sex höggum yfir pari eftir fyrsta keppnisdag. Ólafía byrjaði illa og var fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar en hún fékk þrjá skolla í röð á þriðju, fjórðu og fimmtu holu og svo bætti hún við skollum á sjöund og níundu holu. Hún virtist vera að komast í gang í byrjun seinni níu þegar að hún fékk fugl á elleftu holu en eftir fjögur pör í röð komu tveir skollar á 16. og 17.7 holu sem eru par fimm og par þrjú. Ólafía er í 125.-130. sæti eftir fyrsta hring, ellefu höggum á eftir fyrstu konum en 31 kylfingur er á pari eða undir pari þegar þetta er skrifað. Enn eiga fleiri kylfingar eftir að fara út á völl, meðal annars Valdís Þóra Jónsdóttir sem hefur leik klukkan 15.30 að skoskum tíma. Valdís keppir svo á Opna breska risamótinu um næstu helgi en Ólafía var að reyna að vinna sér inn keppnisrétt þar í Aberdeen en miðað við fyrsta hring lítur ekki út fyrir að íþróttamaður ársins fylgi Valdísi á risamótið.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira