Ég er að reyna á þanþol myrkursins 30. júlí 2018 21:00 „Ég vel mér fórnarlömb af kostgæfni,“ segir Bjargey kímin og á þar við fyrirsæturnar. Fréttablaðið/Þórsteinn Á sýningu sinni í Ramskram galleríi sýnir Bjargey Ólafsdóttir alvöru ljósmyndir sem þó liggja á mörkum skáldskapar og veruleika. Sýningin nefnist Vasaspegill. „Þetta er smá leikhús, með myndunum reyni ég að fanga andrúmsloft og búa til stemningar,“ segir Bjargey Ólafsdóttir myndlistarkona um nokkur dimm en ljóðræn ljósmyndaverk sem hún er með á sýningu sinni í Ramskram galleríi á Njálsgötu 49. Verkin eru öll unnin á vettvangi, að sögn Bjargeyjar. Hún kveðst ná hinu draumkennda yfirbragði þeirra með því að munda myndavélina í myrkri og vinna svo með lítið ljós. „Ég er að reyna á þanþol myrkursins,“ útskýrir hún. Skyldi hún kannski líka reyna á þanþol fyrirsætanna? „Já, segir hún glaðlega. „Ég vel mér fórnarlömb af kostgæfni og myndirnar eru samspil milli mín og þeirra sem sitja fyrir. Það eru tveir leikarar, einn arkitekt, tveir myndlistarmenn og kvikmyndatökukona, sem er ekki vön að vera fyrir framan linsuna.“ Bjargey kveðst ekki hafa þurft að kalla hverja fyrirsætu oft til samstarfs, heldur tekið margar myndir í senn. „Það er fjöldi mynda bak við þær sem ég vel til sýningar. Reyndar eru fleiri til inn í þessa seríu í Ramskram og kannski sýni ég þær seinna, þessar pössuðu bara inn hér.“ Oft kveðst Bjargey vinna með nokkrar seríur í einu og safna í þær þegar hún rekst á fólk eða aðstæður sem passa inn í andrúmsloft hverrar og einnar. „Ég geri tilraunir og stundum dett ég niður á eitthvað sem mér finnst virka, þá held ég áfram með það. Þessi sería er unnin á löngum tíma,“ lýsir hún. Listsköpun Bjargeyjar hefur ekki verið bundin við einn listmiðil. Hún er þekkt fyrir að segja sögur með því sem hún gerir og velja sér þann miðil sem hentar best hverju sinni. Hún fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og myndar. Í sumar er hún landvörður norðan Vatnajökuls, í Kverkfjöllum, Hvannalindum og Krepputungu og kveðst vera mikið á ferðinni þar á milli. Skyldi hún hafa tekið margar myndir í óbyggðunum. „Nei, kannski eina á dag. Ég er meira upptekin af vinnunni og bara af því að vera til.“ Sýningin Vasaspegill stendur til 25. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Á sýningu sinni í Ramskram galleríi sýnir Bjargey Ólafsdóttir alvöru ljósmyndir sem þó liggja á mörkum skáldskapar og veruleika. Sýningin nefnist Vasaspegill. „Þetta er smá leikhús, með myndunum reyni ég að fanga andrúmsloft og búa til stemningar,“ segir Bjargey Ólafsdóttir myndlistarkona um nokkur dimm en ljóðræn ljósmyndaverk sem hún er með á sýningu sinni í Ramskram galleríi á Njálsgötu 49. Verkin eru öll unnin á vettvangi, að sögn Bjargeyjar. Hún kveðst ná hinu draumkennda yfirbragði þeirra með því að munda myndavélina í myrkri og vinna svo með lítið ljós. „Ég er að reyna á þanþol myrkursins,“ útskýrir hún. Skyldi hún kannski líka reyna á þanþol fyrirsætanna? „Já, segir hún glaðlega. „Ég vel mér fórnarlömb af kostgæfni og myndirnar eru samspil milli mín og þeirra sem sitja fyrir. Það eru tveir leikarar, einn arkitekt, tveir myndlistarmenn og kvikmyndatökukona, sem er ekki vön að vera fyrir framan linsuna.“ Bjargey kveðst ekki hafa þurft að kalla hverja fyrirsætu oft til samstarfs, heldur tekið margar myndir í senn. „Það er fjöldi mynda bak við þær sem ég vel til sýningar. Reyndar eru fleiri til inn í þessa seríu í Ramskram og kannski sýni ég þær seinna, þessar pössuðu bara inn hér.“ Oft kveðst Bjargey vinna með nokkrar seríur í einu og safna í þær þegar hún rekst á fólk eða aðstæður sem passa inn í andrúmsloft hverrar og einnar. „Ég geri tilraunir og stundum dett ég niður á eitthvað sem mér finnst virka, þá held ég áfram með það. Þessi sería er unnin á löngum tíma,“ lýsir hún. Listsköpun Bjargeyjar hefur ekki verið bundin við einn listmiðil. Hún er þekkt fyrir að segja sögur með því sem hún gerir og velja sér þann miðil sem hentar best hverju sinni. Hún fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og myndar. Í sumar er hún landvörður norðan Vatnajökuls, í Kverkfjöllum, Hvannalindum og Krepputungu og kveðst vera mikið á ferðinni þar á milli. Skyldi hún hafa tekið margar myndir í óbyggðunum. „Nei, kannski eina á dag. Ég er meira upptekin af vinnunni og bara af því að vera til.“ Sýningin Vasaspegill stendur til 25. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira