Íslenski boltinn

Cloe með tvö gegn botnliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Clóe í leik gegn FH í fyrra.
Clóe í leik gegn FH í fyrra. vísir/ernir
Vandræði FH halda áfram í Pepsi-deild kvenna en í kvöld tapaði liðið 3-2 fyrir ÍBV í elleftu umferð deildarinnar.

ÍBV byrjaði af krafti. Sigríður Lára Garðarsdóttir kom þeim yfir á fjórðu mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Cloe Lacasse forystuna.

Heimastúlkur voru ekki hættar því á 32. mínútu skoraði Cloe annað mark sitt og þriðja mark ÍBV. 3-0 fyrir Eyjastúlkur í hálfleik.

FH náði að klóra í bakkann í síðari hálfleik en það gerði hin sextán ára Þórey Björk Eyþórsdóttir er fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Varamaðurinn Rannveig Bjarnadóttir minnkaði muninn svo í 3-2 í uppbótartíma en nær komust Hafnarfjarðarstelpur ekki og lokatölur 3-2.

FH er á botni deildarinnar með sex stig, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍBV er í fimmta sætinu með fjórtán stig.

Úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×