Valdís Þóra keppir á Opna breska meistaramótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 16:28 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á öðru risamóti sínu. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira