Tiger farinn að banka á dyrnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júlí 2018 09:00 Fylgdist golfheimurinn af áhuga með hverju höggi Tigers á lokahringnum í Skotlandi um helgina. vísir/getty Einn besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, var með eins höggs forskot þegar hann hóf seinni níu holurnar á Opna breska meistaramótinu um helgina. Endaði hann á að deila sjötta sæti. Þrátt fyrir að hafa fatast flugið á lokasprettinum um helgina þegar hann fékk skramba og skolla lék hann á köflum frábært golf. Endurspeglaðist það best á þriðja hring þegar hann kom í hús á fimm höggum undir pari með sex fugla og einn skolla en á lokasprettinum mistókst honum að landa risatitlinum. Sjötta sætið er besti árangur hans á risamóti í fimm ár og sýndi að hann er tilbúinn að gera atlögu á hvaða móti sem er héðan í frá.Enn með mesta aðdráttaraflið Francesco Molinari sem var með Tiger í ráshóp fann eflaust spennuna byggjast upp á Carnoustie-vellinum á lokadeginum. Hann vann að lokum mótið á átta höggum undir pari og varð um leið fyrsti ítalski kylfingurinn sem vinnur risamót í golfi. Er þetta annað mótið sem hann vinnur á síðustu þremur vikum. Lengist því biðin eftir fimmtánda risatitlinum hjá Tiger og fyrsta sigrinum á golfmóti í langan tíma. Er hann búinn að öðlast þátttökurétt á WGC Bridgestone eftir níu daga en þar vann hann einmitt síðasta golfmót sitt fyrir fimm árum. Þrátt fyrir það er enn gífurlegur áhugi á spilamennsku Tigers hvar sem hann er. Vonast aðdáendur hans til þess að hann nái fyrri styrk og fari að vinna golfmót á ný. Eftir aldamót hafa aðeins tvívegis fleiri fylgst með lokahring Opna breska meistaramótsins frá Bandaríkjunum, árin 2000 og 2006 þegar Tiger vann tvo af þremur titlum sínum á Opna breska. Með góðum árangri sínum um helgina komst hann í 50. sæti á heimslistanum í golfi. Er hann á hraðferð upp listann eftir að hafa byrjað árið í 656. sæti en hann á enn langt í land með að ná efstu kylfingunum.Bakmeiðslin virðast úr sögunni Í nóvember verða komin níu ár síðan upp komst að Tiger hélt fram hjá þáverandi eiginkonu sinni, Elin Nordgren. Kylfingurinn sem virtist ósnertanlegur og stefndi hraðbyri að meti Jacks Nicklaus yfir flesta risamótstitla í golfi vann ekki mót í tvö og hálft ár. Hann virtist ætla að ná fyrri styrk á ný árið 2012 og 2013 en þá tóku erfið bakmeiðsli sig upp sem ógnuðu ferlinum. Tók hann aðeins þátt í nítján mótum á næstu fjórum árum og eyddi stærstum hluta ársins í endurhæfingu. Eftir fjórar skurðaðgerðir á baki náðist loksins árangur og gat hann farið að spila á góðgerðarmótum í lok síðasta árs. Mætti hann aftur á PGA-mótaröðina í byrjun árs og hefur alls tekið þátt í tólf mótum, þar af risamótunum þremur. Er það sambærilegur fjöldi og hann var með á þessum tímapunkti sumarsins á hápunkti ferilsins. Hefur hann aðeins misst tvisvar af niðurskurði á þessum tólf mótum en um helgina var hann meðal tíu efstu í fjórða skiptið. Besti árangur hans er enn annað sætið sem hann tók á Valspar-meistaramótinu en ef hann heldur áfram á þessari braut er ekki langt þar til hann fagnar sigri á golfmóti á ný. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Einn besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, var með eins höggs forskot þegar hann hóf seinni níu holurnar á Opna breska meistaramótinu um helgina. Endaði hann á að deila sjötta sæti. Þrátt fyrir að hafa fatast flugið á lokasprettinum um helgina þegar hann fékk skramba og skolla lék hann á köflum frábært golf. Endurspeglaðist það best á þriðja hring þegar hann kom í hús á fimm höggum undir pari með sex fugla og einn skolla en á lokasprettinum mistókst honum að landa risatitlinum. Sjötta sætið er besti árangur hans á risamóti í fimm ár og sýndi að hann er tilbúinn að gera atlögu á hvaða móti sem er héðan í frá.Enn með mesta aðdráttaraflið Francesco Molinari sem var með Tiger í ráshóp fann eflaust spennuna byggjast upp á Carnoustie-vellinum á lokadeginum. Hann vann að lokum mótið á átta höggum undir pari og varð um leið fyrsti ítalski kylfingurinn sem vinnur risamót í golfi. Er þetta annað mótið sem hann vinnur á síðustu þremur vikum. Lengist því biðin eftir fimmtánda risatitlinum hjá Tiger og fyrsta sigrinum á golfmóti í langan tíma. Er hann búinn að öðlast þátttökurétt á WGC Bridgestone eftir níu daga en þar vann hann einmitt síðasta golfmót sitt fyrir fimm árum. Þrátt fyrir það er enn gífurlegur áhugi á spilamennsku Tigers hvar sem hann er. Vonast aðdáendur hans til þess að hann nái fyrri styrk og fari að vinna golfmót á ný. Eftir aldamót hafa aðeins tvívegis fleiri fylgst með lokahring Opna breska meistaramótsins frá Bandaríkjunum, árin 2000 og 2006 þegar Tiger vann tvo af þremur titlum sínum á Opna breska. Með góðum árangri sínum um helgina komst hann í 50. sæti á heimslistanum í golfi. Er hann á hraðferð upp listann eftir að hafa byrjað árið í 656. sæti en hann á enn langt í land með að ná efstu kylfingunum.Bakmeiðslin virðast úr sögunni Í nóvember verða komin níu ár síðan upp komst að Tiger hélt fram hjá þáverandi eiginkonu sinni, Elin Nordgren. Kylfingurinn sem virtist ósnertanlegur og stefndi hraðbyri að meti Jacks Nicklaus yfir flesta risamótstitla í golfi vann ekki mót í tvö og hálft ár. Hann virtist ætla að ná fyrri styrk á ný árið 2012 og 2013 en þá tóku erfið bakmeiðsli sig upp sem ógnuðu ferlinum. Tók hann aðeins þátt í nítján mótum á næstu fjórum árum og eyddi stærstum hluta ársins í endurhæfingu. Eftir fjórar skurðaðgerðir á baki náðist loksins árangur og gat hann farið að spila á góðgerðarmótum í lok síðasta árs. Mætti hann aftur á PGA-mótaröðina í byrjun árs og hefur alls tekið þátt í tólf mótum, þar af risamótunum þremur. Er það sambærilegur fjöldi og hann var með á þessum tímapunkti sumarsins á hápunkti ferilsins. Hefur hann aðeins misst tvisvar af niðurskurði á þessum tólf mótum en um helgina var hann meðal tíu efstu í fjórða skiptið. Besti árangur hans er enn annað sætið sem hann tók á Valspar-meistaramótinu en ef hann heldur áfram á þessari braut er ekki langt þar til hann fagnar sigri á golfmóti á ný.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira