Fyrsta demó David Bowie fannst óvænt í brauðkörfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 11:00 David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið. vísir/getty Fyrsta demó sem vitað er til að breski tónlistarmaðurinn David Bowie tók upp fannst nýverið í brauðkörfu þegar David Hadfield, trommari og framkvæmdastjóri The Konrads, fyrstu hljómsveitarinnar sem Bowie var í, var að flytja. Talið er að upptakan muni seljast fyrir um 10 þúsund pund á uppboði, eða sem samsvarar um 1,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Lagið á upptökunni heitir I Never Dreamed og er með The Konrads. Bowie var sextán ára og spilaði á saxófón en samþykkti að syngja lagið fyrir upptökuna sem gerð var í litlu hljóðveri í suðurhluta London. Upptakan var send útgáfufyrirtækinu Decca en The Konrads höfðu ekki erindi sem erfiði og komust aldrei á samning hjá fyrirtækinu. Hadfield fann upptökuna óvænt þegar hann var að flytja. Upptakan var í gamalli brauðkörfu sem afi hans hafði átt en í körfunni, sem fannst uppi á lofti fyrir ofan bílskúr Hadfield, var ýmislegt annað eins og til dæmis myndir, bréf og reikningar. Ekki löngu eftir að The Konrads tóku lagið upp hætti Bowie í hljómsveitinni vegna listræns ágreinings. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti tónlistarmaður heims en Bowie lést í janúar 2016, 69 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein. Tengdar fréttir Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Fyrsta demó sem vitað er til að breski tónlistarmaðurinn David Bowie tók upp fannst nýverið í brauðkörfu þegar David Hadfield, trommari og framkvæmdastjóri The Konrads, fyrstu hljómsveitarinnar sem Bowie var í, var að flytja. Talið er að upptakan muni seljast fyrir um 10 þúsund pund á uppboði, eða sem samsvarar um 1,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Lagið á upptökunni heitir I Never Dreamed og er með The Konrads. Bowie var sextán ára og spilaði á saxófón en samþykkti að syngja lagið fyrir upptökuna sem gerð var í litlu hljóðveri í suðurhluta London. Upptakan var send útgáfufyrirtækinu Decca en The Konrads höfðu ekki erindi sem erfiði og komust aldrei á samning hjá fyrirtækinu. Hadfield fann upptökuna óvænt þegar hann var að flytja. Upptakan var í gamalli brauðkörfu sem afi hans hafði átt en í körfunni, sem fannst uppi á lofti fyrir ofan bílskúr Hadfield, var ýmislegt annað eins og til dæmis myndir, bréf og reikningar. Ekki löngu eftir að The Konrads tóku lagið upp hætti Bowie í hljómsveitinni vegna listræns ágreinings. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti tónlistarmaður heims en Bowie lést í janúar 2016, 69 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein.
Tengdar fréttir Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45