Helgi Sig: Þótt Óli sé góður er hann enginn Messías Jón Ágúst Eyþórsson skrifar 22. júlí 2018 20:48 Helgi Sig var pirraður í leikslok. vísir/andri marinó Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki