Logi: Óskum Kára góðs gengis Þór Símon skrifar 22. júlí 2018 18:31 Logi var svekktur með úrslitin en segir sína menn hafa barist vel. vísir/ernir Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. „Við verðum fyrir áfalli og missum tvo menn útaf og það gerði okkur erfiðara fyrir. Við höfðum svo bara ekki trú á því hvað við ætluðum að gera í kvöld. Valur gat nánast gert hvað sem þeir vildu,“ sagði Logi sem segir leikmennin tvo, fyrirliðan Sölva Geir Ottesen og framherjan Rick Ten Voorde, draghalta. „Þeir eru draghaltir báðir. Við urðum svo að nota menn í seinni sem voru bara á öðrum fætinum. Bjarni Páll Linnet sem berst eins og grenjandi ljón gat t.d. ekki gengið eftir leikinn,“ sagði Logi en sagði sína menn þó hafa gefið sig alla í leikinn þrátt fyrir að skorta trú. „Okkur skorti trú og getu en ég get ekki sakað menn um að hafa ekki verið að reyna. En það eru atriði í leiknum þar sem maður sá vantrúna miðað við hvaða valmöguleikar voru valdir.“ Rétt fyrir leikinn í dag kom tilkynning úr herbúðum Vals þar staðfest var að Kári Árnason hefði fengið leyfi til að ræða við tyrknestk lið. „Það kom upp núna rétt fyrir helgi. Hann er með þetta í samningi sínum og þetta er bara gott fyrir hann. En þetta er annað áfall á þessum degi sem hefur ekki reynst okkur hliðhollur,“ sagði Logi. Kári kom til liðsins stuttu fyrir HM og átti að geta byrjað að leika með uppeldisfélaginu sínu eftir stórmótið í Rússlandi. Við fengum hinsvegar aldrei að sjá hann í Víkingsbúningnum í sumar. „Hann var meiddur í upphafi þannig þetta er leiðinlegt en ég ítreka að þetta er gott fyrir hann og við óskum honum bara góðs gengis.“ Aðspurður hvort Víkingar komi til með að styrkja sig í kaupglugganum kvaðst Logi vera opinn fyrir því. „Við munum skoða það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. „Við verðum fyrir áfalli og missum tvo menn útaf og það gerði okkur erfiðara fyrir. Við höfðum svo bara ekki trú á því hvað við ætluðum að gera í kvöld. Valur gat nánast gert hvað sem þeir vildu,“ sagði Logi sem segir leikmennin tvo, fyrirliðan Sölva Geir Ottesen og framherjan Rick Ten Voorde, draghalta. „Þeir eru draghaltir báðir. Við urðum svo að nota menn í seinni sem voru bara á öðrum fætinum. Bjarni Páll Linnet sem berst eins og grenjandi ljón gat t.d. ekki gengið eftir leikinn,“ sagði Logi en sagði sína menn þó hafa gefið sig alla í leikinn þrátt fyrir að skorta trú. „Okkur skorti trú og getu en ég get ekki sakað menn um að hafa ekki verið að reyna. En það eru atriði í leiknum þar sem maður sá vantrúna miðað við hvaða valmöguleikar voru valdir.“ Rétt fyrir leikinn í dag kom tilkynning úr herbúðum Vals þar staðfest var að Kári Árnason hefði fengið leyfi til að ræða við tyrknestk lið. „Það kom upp núna rétt fyrir helgi. Hann er með þetta í samningi sínum og þetta er bara gott fyrir hann. En þetta er annað áfall á þessum degi sem hefur ekki reynst okkur hliðhollur,“ sagði Logi. Kári kom til liðsins stuttu fyrir HM og átti að geta byrjað að leika með uppeldisfélaginu sínu eftir stórmótið í Rússlandi. Við fengum hinsvegar aldrei að sjá hann í Víkingsbúningnum í sumar. „Hann var meiddur í upphafi þannig þetta er leiðinlegt en ég ítreka að þetta er gott fyrir hann og við óskum honum bara góðs gengis.“ Aðspurður hvort Víkingar komi til með að styrkja sig í kaupglugganum kvaðst Logi vera opinn fyrir því. „Við munum skoða það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki