Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri fylgdi á eftir glæsilegum sigri á Svíum í gær með því að gera jafntefli við Þýskaland í dag. Strákarnir etja kappi í lokakeppni EM en leikið er í Slóveníu.
Lokasekúndurnar í dag voru dramatískar en Birgir Már Birgisson skoraði jöfnunarmarkið í þann mund sem lokaflautið gall og lokatölur 25-25 eftir að Þjóðverjar höfðu haft frumkvæðið stærstan hluta leiksins.
Eftir slæmt tap gegn Rúmenum í fyrsta leik lýkur Ísland því riðlakeppninni með þrjú stig og eru í öðru sæti riðilsins sem stendur en í lokaleik riðilsins mætast Svíar og Rúmenar.
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þjálfar íslenska liðið sem þarf að treysta á sigur Svía til að fara upp úr riðlinum.
