Handbolti

Afturelding semur við lettneskan landsliðsmann

Einar Sigurvinsson skrifar
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. vísir/eyþór
Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur gert þriggja ára samning við lettneska landsliðsmanninn Emils Kurzimniesk. Þetta staðfestir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar við Vísi.

Emils kemur til Aftureldingar frá lettnesku meisturunum í Tenax. Hann leikur í stöðu vinstri skyttu, er fæddur árið 1998 og 192 sentimetrar á hæð.

Emils lék 12 leiki Tenax á síðustu leiktíð og var fjórði markahæsti leikmaður liðsins með 32 mörk.

Afturelding lítur á Emils sem framtíðarmann og verður honum gefinn tími til að aðlagast nýju umhverfi í íslensku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×