Hetjuleg frammistaða Haraldar dugði ekki til á fyrsta risamótinu Ísak Jasonarson skrifar 20. júlí 2018 19:45 Haraldur Franklín er því miður úr leik. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús varð í dag fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna mótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Haraldur lék annan hringinn í mótinu á 7 höggum yfir pari og lauk því leik á 8 höggum yfir pari eftir flottan fyrsta hring. Haraldur hóf leik á 1. teig í dag og mátti sjá að honum leið töluvert betur en á fyrsta hringnum. Hann fékk fjögur pör í röð og hefði jafnvel getað verið enn betri en púttin voru ekki alveg að detta hjá honum.Á 5. holu lenti hann hins vegar í vandræðum þegar hann missti innáhöggið í glompu við flötina. Þar var boltinn grafinn og eftir nokkur högg í kringum flötina var þrefaldur skolli niðurstaðan. Á 6. holu héldu vandræðin áfram þegar Haraldur sló út fyrir vallarmörk í öðru högginu og fékk hann tvöfaldan skolla þar. Haraldur sýndi það á fyrsta hringnum að hann gefst aldrei upp og á 9. holu fékk hann fugl. Á þeim tíma var hann einungis tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Haraldur fékk svo skolla á 12. holu og virtist þá nokkurn veginn vera búinn að kasta þessu frá sér. Hlutirnir áttu þó eftir að breytast því Haraldur fékk fugla á 13. og 14. holu og var þar með einungis höggi frá niðurskurðarlínunni og til alls líklegur fyrir lokaholurnar. Þær gengu hins vegar ekki nógu vel og kláraði Haraldur mótið á 8 höggum yfir pari, fimm höggum frá niðurskurðinum.Haraldur getur þó borið höfuðið átt eftir sína frammistöðu en hann sýndi það báða dagana að hann átti fullt erindi á þessu elsta risamóti heims. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Zach Johnson eru í forystu á Opna mótinu þegar mótið er hálfnað á 6 höggum undir pari. Kisner, sem var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn, er í leit að sínum fyrsta risatitli, en Johnson er tvöfaldur risameistari.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús varð í dag fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna mótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Haraldur lék annan hringinn í mótinu á 7 höggum yfir pari og lauk því leik á 8 höggum yfir pari eftir flottan fyrsta hring. Haraldur hóf leik á 1. teig í dag og mátti sjá að honum leið töluvert betur en á fyrsta hringnum. Hann fékk fjögur pör í röð og hefði jafnvel getað verið enn betri en púttin voru ekki alveg að detta hjá honum.Á 5. holu lenti hann hins vegar í vandræðum þegar hann missti innáhöggið í glompu við flötina. Þar var boltinn grafinn og eftir nokkur högg í kringum flötina var þrefaldur skolli niðurstaðan. Á 6. holu héldu vandræðin áfram þegar Haraldur sló út fyrir vallarmörk í öðru högginu og fékk hann tvöfaldan skolla þar. Haraldur sýndi það á fyrsta hringnum að hann gefst aldrei upp og á 9. holu fékk hann fugl. Á þeim tíma var hann einungis tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Haraldur fékk svo skolla á 12. holu og virtist þá nokkurn veginn vera búinn að kasta þessu frá sér. Hlutirnir áttu þó eftir að breytast því Haraldur fékk fugla á 13. og 14. holu og var þar með einungis höggi frá niðurskurðarlínunni og til alls líklegur fyrir lokaholurnar. Þær gengu hins vegar ekki nógu vel og kláraði Haraldur mótið á 8 höggum yfir pari, fimm höggum frá niðurskurðinum.Haraldur getur þó borið höfuðið átt eftir sína frammistöðu en hann sýndi það báða dagana að hann átti fullt erindi á þessu elsta risamóti heims. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Zach Johnson eru í forystu á Opna mótinu þegar mótið er hálfnað á 6 höggum undir pari. Kisner, sem var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn, er í leit að sínum fyrsta risatitli, en Johnson er tvöfaldur risameistari.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira