Svipuð veiði í Veiðivötnum og í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2018 09:00 Veiðin í Veiðivötnum fer oft að dragast saman þegar líður á sumarið en heilt yfir virðast veiðimenn vera nokkuð ánægðir með veiðina úr vötnunum. Við glugguðum í veiðitölur úr vötnunum og bárum þær saman við veiðina í fyrra en á fimmtu viku árið 2017 var veiðin komin í 14.178 fiska en stóð í lok fimmtu viku veiðitímans núna í 13.784 fiskum. Miðað við hvernig veiðin þróast á þessum tíma er líklegt að veiðin verði um og yfir 20.000 fiskar á þessu ári sem verður þá svipuð veiði og í fyrra. Fyrstu fjóru vikurnar gefa yfirleitt alltaf bestu veiðina en það eru líka undantekningar frá því eins og árið 2012 þegar vika sjö gaf þá næst bestu veiði tímabilsins það árið. Árið 2015 var besta veiðin á viku fjögur. Veiðin á vikum sex, sjö og átta er oft nokkuð jöfn þótt hún sé minni en fyrstu fjóru vikurnar en það sem spilar oft inní þessar veiðitölur eins og eðlilega er veðrið. Veiðin er fljót að fara niður þegar það er vont veður í fleiri daga en að sama skapi fljót að fara upp þegar það viðrar vel. Snjóölduvatn er með mestu veiðina en þar hafa veiðst 3.893 fiskar. Litlisjór er í öðru sæti með 3.383 fiska og Hraunvötn í því þriðja með 1.162 fiska á land. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði
Veiðin í Veiðivötnum fer oft að dragast saman þegar líður á sumarið en heilt yfir virðast veiðimenn vera nokkuð ánægðir með veiðina úr vötnunum. Við glugguðum í veiðitölur úr vötnunum og bárum þær saman við veiðina í fyrra en á fimmtu viku árið 2017 var veiðin komin í 14.178 fiska en stóð í lok fimmtu viku veiðitímans núna í 13.784 fiskum. Miðað við hvernig veiðin þróast á þessum tíma er líklegt að veiðin verði um og yfir 20.000 fiskar á þessu ári sem verður þá svipuð veiði og í fyrra. Fyrstu fjóru vikurnar gefa yfirleitt alltaf bestu veiðina en það eru líka undantekningar frá því eins og árið 2012 þegar vika sjö gaf þá næst bestu veiði tímabilsins það árið. Árið 2015 var besta veiðin á viku fjögur. Veiðin á vikum sex, sjö og átta er oft nokkuð jöfn þótt hún sé minni en fyrstu fjóru vikurnar en það sem spilar oft inní þessar veiðitölur eins og eðlilega er veðrið. Veiðin er fljót að fara niður þegar það er vont veður í fleiri daga en að sama skapi fljót að fara upp þegar það viðrar vel. Snjóölduvatn er með mestu veiðina en þar hafa veiðst 3.893 fiskar. Litlisjór er í öðru sæti með 3.383 fiska og Hraunvötn í því þriðja með 1.162 fiska á land.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði