Gunnar: Gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 22:00 Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. vísir/daníel Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur var afar ánægður eftir sigurinn á Víkingum í kvöld en með honum jöfnuðu Suðurnesjamenn bæði KR og FH að stigum. „Við erum ekkert smá sáttir. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn frábærlega, líklega einn besti hálfleikur okkar í sumar og það var því svolítið högg að fá á sig markið undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur fór svo meira í það að sigla þessu heim frekar en að gefa í sem við hefðum þurft varðandi markatölu og annað. Frábært hjá okkur að landa þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hópurinn hjá Grindavík hefur þynnst aðeins að undanförnu, Jóhann Helgi Hannesson fór aftur til Þórs á Akureyri og Jón Ingason út í nám. Þá á Marinó Axel Helgason við meiðsli að stríða og Brynjar Ásgeir Guðmundsson var ekki heldur í hóp í dag. „Við erum búnir að missa fimm leikmenn frá því mótið hófst og einhverjir myndu væntanlega segja að hann sé veikari fyrir vikið. En þegar við vorum að spila hvað best í fyrra vorum við með ellefu heila leikmenn og bættum svo við 2.flokks peyjum. Það er flott að yngri leikmenn fá tækifærið,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Mér finnst gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð. Þá er það alltaf sterkasta og stærsta ljónið sem vinnur og getur eðlað sig langmest með öðrum kvendýrum. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ættu ljón ekki að stækka því það er alltaf stærsta ljónið sem fær mest að eðla sig?" "En það gerist ekki því þá þurfa þeir að borða meira og þá minnkar hjörðin aftur. Þetta snýst um að finna jafnvægið og það er það sem hópurinn þurfti akkúrat á að halda,“ sagði Gunnar sposkur á svip. Að lokum spurði blaðamaður Gunnar út í regnbogaarmbandið sem hann var með á erminni. „Við erum fjölþjóðlegur hópur, með sjö þjóðerni held ég, og við fögnum að sjálfsögðu fjölbreytileikanum,“ sagði Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur var afar ánægður eftir sigurinn á Víkingum í kvöld en með honum jöfnuðu Suðurnesjamenn bæði KR og FH að stigum. „Við erum ekkert smá sáttir. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn frábærlega, líklega einn besti hálfleikur okkar í sumar og það var því svolítið högg að fá á sig markið undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur fór svo meira í það að sigla þessu heim frekar en að gefa í sem við hefðum þurft varðandi markatölu og annað. Frábært hjá okkur að landa þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hópurinn hjá Grindavík hefur þynnst aðeins að undanförnu, Jóhann Helgi Hannesson fór aftur til Þórs á Akureyri og Jón Ingason út í nám. Þá á Marinó Axel Helgason við meiðsli að stríða og Brynjar Ásgeir Guðmundsson var ekki heldur í hóp í dag. „Við erum búnir að missa fimm leikmenn frá því mótið hófst og einhverjir myndu væntanlega segja að hann sé veikari fyrir vikið. En þegar við vorum að spila hvað best í fyrra vorum við með ellefu heila leikmenn og bættum svo við 2.flokks peyjum. Það er flott að yngri leikmenn fá tækifærið,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Mér finnst gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð. Þá er það alltaf sterkasta og stærsta ljónið sem vinnur og getur eðlað sig langmest með öðrum kvendýrum. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ættu ljón ekki að stækka því það er alltaf stærsta ljónið sem fær mest að eðla sig?" "En það gerist ekki því þá þurfa þeir að borða meira og þá minnkar hjörðin aftur. Þetta snýst um að finna jafnvægið og það er það sem hópurinn þurfti akkúrat á að halda,“ sagði Gunnar sposkur á svip. Að lokum spurði blaðamaður Gunnar út í regnbogaarmbandið sem hann var með á erminni. „Við erum fjölþjóðlegur hópur, með sjö þjóðerni held ég, og við fögnum að sjálfsögðu fjölbreytileikanum,“ sagði Gunnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30