Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Magnús Ellert Bjarnason frá Kópavogsvelli skrifar 7. ágúst 2018 21:45 Óskar var ósáttur í leikslok. vísir/bára Óskar Örn Hauksson var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. Lið hans, KR, varð að mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar að það laut í lægra hald gegn Breiðablik fyrr í kvöld á Kópavogsvelli, 1-0. Óskar var spurður hvað hefði helst vantað í leik KR í kvöld. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það hafi eitthvað sérstakt vantað í leik okkar. Þetta var jafn og lokaður leikur þar sem bæði lið vörðust vel. Við sköpuðum ekki mikið en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeim tókst hins vegar að skora þetta eina mark sem skilur liðin að og það er gríðarlega svekkjandi.” Öllum að óvörum skaut Óskar Örn frá miðju vallarins á 8. mínútu leiksins. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Hvernig horfði þetta við Óskari, var þetta mark? „Mér skilst að boltinn hafi verið inni og það er blóðugt að hugsa til þess að löglegt mark sé tekið af okkur. Við hefðum fengið allavega eitt stig ef dómarinn hefði dæmt rétt þar og mögulega þrjú. Þetta er eitthvað sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum verða að skoða vel með marklínutækninni þeirra.” Leikmönnum KR gekk illa að skapa sér færi í kvöld og var sóknarleikur þeirra lengstum hægur og fyrirsjáanlegur. Hvað fannst Óskari um sóknarleik KR? „Blikarnir eru með frábærtt varnarlið og verjast á fimm góðum mönnum. Við vorum búnir að fara vel yfir þetta og því átti þetta ekkert að koma okkur á óvart. Við vorum sennilega of óþólinmóðir og alltof gjarnir á að leita af fyrsta opna manninum í staðinn fyrir að vera þolinmóðir og taka okkar tíma í að opna vörnina þeirra.” Þrátt fyrir tapið er Óskar bjartsýnn fyrir komandi leiki. Aðspurður hvort að Evrópusæti væri ennþá raunæfur möguleiki, svaraði Óskar því án umhugsunar. „Já, að sjálfsögðu. Það er ennþá nóg eftir af þessu móti.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Óskar Örn Hauksson var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. Lið hans, KR, varð að mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar að það laut í lægra hald gegn Breiðablik fyrr í kvöld á Kópavogsvelli, 1-0. Óskar var spurður hvað hefði helst vantað í leik KR í kvöld. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það hafi eitthvað sérstakt vantað í leik okkar. Þetta var jafn og lokaður leikur þar sem bæði lið vörðust vel. Við sköpuðum ekki mikið en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeim tókst hins vegar að skora þetta eina mark sem skilur liðin að og það er gríðarlega svekkjandi.” Öllum að óvörum skaut Óskar Örn frá miðju vallarins á 8. mínútu leiksins. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Hvernig horfði þetta við Óskari, var þetta mark? „Mér skilst að boltinn hafi verið inni og það er blóðugt að hugsa til þess að löglegt mark sé tekið af okkur. Við hefðum fengið allavega eitt stig ef dómarinn hefði dæmt rétt þar og mögulega þrjú. Þetta er eitthvað sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum verða að skoða vel með marklínutækninni þeirra.” Leikmönnum KR gekk illa að skapa sér færi í kvöld og var sóknarleikur þeirra lengstum hægur og fyrirsjáanlegur. Hvað fannst Óskari um sóknarleik KR? „Blikarnir eru með frábærtt varnarlið og verjast á fimm góðum mönnum. Við vorum búnir að fara vel yfir þetta og því átti þetta ekkert að koma okkur á óvart. Við vorum sennilega of óþólinmóðir og alltof gjarnir á að leita af fyrsta opna manninum í staðinn fyrir að vera þolinmóðir og taka okkar tíma í að opna vörnina þeirra.” Þrátt fyrir tapið er Óskar bjartsýnn fyrir komandi leiki. Aðspurður hvort að Evrópusæti væri ennþá raunæfur möguleiki, svaraði Óskar því án umhugsunar. „Já, að sjálfsögðu. Það er ennþá nóg eftir af þessu móti.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30