Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2018 10:00 Veiðin hefur verið fín í Elliðaánum í sumar. Mynd: KL Veiðin í Elliðaánum hefur verið mjög góð í sumar og hafa gngur í ána verið í takt við það sem er að gerast í ánum á vesturlandi. Heildarveiðin í ánni var í 684 löxum í síðustu viku þegar veiðitölur voru uppfærðar á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga en áin er komin yfir 700 laxa síðan þá og teygir sig hratt í 800 laxa. Laxinn er vel dreifður í ánni og takan virðist vera góð en það sem gerir þó veiðina erfiða á sumum dögum er mikill umgangur fólks við ána en það er víst óumflýjanlegt þar sem Elliðaárdalurinn er vinsælt útivistarsvæði. Haldi veiðin þessum takti út tímabilið er ekkert ólíklegt að áin fari kannski aðeins yfir veiðina í fyrra eða í það minnsta verði á pari. Það sem er að gefa best í ánni við þær aðstæður sem veðurspáin býður upp á næstu daga eru litlu flugurnar og hitch. Nota flotlínu og 9-10 feta tauma. Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði
Veiðin í Elliðaánum hefur verið mjög góð í sumar og hafa gngur í ána verið í takt við það sem er að gerast í ánum á vesturlandi. Heildarveiðin í ánni var í 684 löxum í síðustu viku þegar veiðitölur voru uppfærðar á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga en áin er komin yfir 700 laxa síðan þá og teygir sig hratt í 800 laxa. Laxinn er vel dreifður í ánni og takan virðist vera góð en það sem gerir þó veiðina erfiða á sumum dögum er mikill umgangur fólks við ána en það er víst óumflýjanlegt þar sem Elliðaárdalurinn er vinsælt útivistarsvæði. Haldi veiðin þessum takti út tímabilið er ekkert ólíklegt að áin fari kannski aðeins yfir veiðina í fyrra eða í það minnsta verði á pari. Það sem er að gefa best í ánni við þær aðstæður sem veðurspáin býður upp á næstu daga eru litlu flugurnar og hitch. Nota flotlínu og 9-10 feta tauma.
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði