Hið árlega golf- og góðgerðamót, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 22. sinn á Nesvellinum en leikið er í dag.
Þar verða tíu bestu kylfingar landsins fyrr og síðar við keppni og keppt er í útsláttarkeppni (e. shoot-out) en leikið er í ár í þágu Barnaspítala Hringsins.
Mótið hefst klukkan tíu en þá leika allir keppendur níu holur. Klukkan eitt hefst svo útsláttarkeppnin þar esm einn kylfingur dettur út á hverri holu.
Í fyrra stóð Kristján Þór Einarsson uppi sem sigurvegari en hann er meðal keppenda í ár. Listann með keppendum má sjá hér að neðan.
Keppendur í ár:
Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG - Klúbbmeistari GKG 2018
Björgvin Sigurbergsson, GK - Margfaldur Íslandsmeistari
Björn Óskar Guðjónsson GM - Landsliðsmaður í golfi og 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik 2018
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR - Klúbbmeistari GR 2018 og Íslandsmeistari drengja 15-16 ára
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS - Klúbbmeistari GS 2018
Kristján Þór Einarsson, GM - Klúbbmeistari GM 2018 og sigurvegari Einvígisins 2017
Ólafur Björn Loftsson, NK- Klúbbmeistari Nesklúbbsins 2018 og atvinnukylfingur
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR - Landsliðskona í golfi og Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2018
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR - Klúbbmeistari GR 2018 og margfaldur Íslandsmeistari
Rúnar Arnórsson, GK - Landsliðsmaður í golfi og Íslandsmeistari karla í holukeppni 2018
Tíu bestu kylfingarnir berjast í Einvíginu á Nesinu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



