Pálmi Rafn: Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Pálmi Rafn átti fínan leik á Akureyri í dag. vísir/bára KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira