Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker var í efsta sæti þegar þriðji hringur Wyndham meistaramótsins í golfi var stöðvaður í gærkvöldi vegna veðurs en mótið fer fram í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum um helgina.
Snedeker var að klára sjöundu holu þegar keppnin var stöðvuð en kylfingarnir munu ljúka þriðja hring nú fyrir hádegi áður en lokahringurinn fer af stað seinni partinn.
Snedeker er á samtals 16 höggum undir pari og hefur þriggja högga forystu á Brian Gay sem er í öðru sæti. Fjórir kylfingar eru svo jafnir í þriðja sæti á samtals tólf höggum undir pari.
Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Snedeker var að klára sjöundu holu þegar keppnin var stöðvuð en kylfingarnir munu ljúka þriðja hring nú fyrir hádegi áður en lokahringurinn fer af stað seinni partinn.
Snedeker er á samtals 16 höggum undir pari og hefur þriggja högga forystu á Brian Gay sem er í öðru sæti. Fjórir kylfingar eru svo jafnir í þriðja sæti á samtals tólf höggum undir pari.
Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Play is done for the day.
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 18, 2018
Round 3 @WyndhamChamp is scheduled to resume Sunday at 8 a.m. ET. pic.twitter.com/CYEiccewma