Vekja athygli með söng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 10:00 Hlíf Sigurjónsdóttir, Gunnþór Sigurðsson, Þuríður Sigurðardóttir og Þorsteinn H. Gunnarsson. Fréttablaðið/Eyþór Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminjar allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Hugmyndina að söngstundinni segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminjar allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Hugmyndina að söngstundinni segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira