Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Indy Women In Tech-meistaramótinu en leikið er í Indianapolis um helgina.
Ólafía spilaði á einu höggi undir pari eftir fyrsta hringinn en hún fékk skolla á fyrstu holunni í dag sem gerð það að verkum að hún var komin á parið.
Í kjölfarið fylgdu tíu pör í röð og á þrettándu holunni fékk Ólafía fugl. Hún var komin á einu höggi undir pari og nálgaðist niðurskurðinn óðfluga.
Annar fugl fylgdi á fjórtándu og Ólafía í góðum málum en skolli á fimmtándu gerði þetta erfitt. Hún endaði hringinn á þremur pörum og þar af leiðandi á parinu í dag, samtals hringina tvo á höggi undir pari.
Ólafía endaði í 98. sætinu en hún var tveimur höggum frá niðurskurðinum sem miðaðist við þrjú högg undir pari.
Ólafia Þórunn úr leik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti


Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn



Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn
