Í lok stiklunnar virðist sem verið sé að sýna frá svokölluðum „Battle Royale“ hluta leiksins. Það er þegar fjöldi spilara berjast, alliri gegn öllum, á sífellt minnkandi korti. Það hefur lengi legið fyrir að Battle Royale verði í BFV en ekkert er vitað um hvernig það verður útfært.
Leikir sem slíkir hafa notið gífurlegra vinsælda að undanförnu. Flestir þeirra hafa þó verið framleiddir af smærri leikjaframleiðendum en stóru fyrirtækin eru nú að taka við sér. Battle Royale má finna bæði í nýja Battlefield leiknum og Call of Duty sem kemur einnig út í haust.