Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2018 14:44 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. Wow Air tapaði 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,9 milljarða króna, á tímabilinu frá júlí 2017 til júní 2018 að því er fram kemur í fjárfestakynningu sem félagið lét vinna í tengslum við skuldabréfaútboð félagsins hjá norska verðbréfafyrirtækinu Pareto Securities. Fyrst var greint frá þessu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Í fjárfestakynningunni, sem vefmiðillinn Kjarninn birti í dag, kemur fram að Wow Air stefni á að gefa út ný skuldabréf í útboðinu til evrópskra fjárfesta fyrir 500-1000 milljónir sænskra króna, jafnvirði 6-12 milljarða íslenskra króna. Nýjar og áður óbirtar upplýsingar um rekstur Wow Air koma fram í fjárfestakynningunni. Auk upplýsinga um 4,9 milljarða króna tap á síðustu 12 mánuðum kemur fram að eigið fé Wow Air hafi numið aðeins 14 milljónum dala í lok júní á þessu ári, jafnvirði rúmlega eins og hálfs milljarðs króna. Eigið fé félagsins var 5,9 milljarðar í lok árs 2016 og hefur því rýrnað um 4,4 milljarða króna síðan þá.Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air. Vísir/Anton BrinkAllar vélar í flugflotanum leigðar Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá á mánudag var hlutafé Wow Air aukið um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow Air, lét breyta tveggja milljarða króna kröfu Títan fjárfestingafélags á hendur Wow Air í hlutafé. Samhliða þessu færði hann 60 prósenta hlut í Cargo Express ehf. undir Wow Air. Í fjárfestakynningunni kemur fram að allur flugfloti félagsins, alls tuttugu Airbus þotur, er leigður. Félagið á því í raun fáar veðhæfar eignir. Ólíkt til dæmis Icelandair sem á stóran hluta eigin flugflota og getur því notað þoturnar sem veðandlag ef þörf þykir. Sjóðstreymi sýnir innstreymi og útstreymi handbærs fjár. Handbært fé er býsna lítið hjá Wow Air miðað við fjárfestakynninguna en félagið átti aðeins 6 milljónir dollara í handbært fé í lok júní á þessu ári. Til samanburðar átti Icelandair Group 237,1 milljón dollara í handbært fé í lok júní samkvæmt 6 mánaða uppgjöri félagsins. Að þessu sögðu er ekki útilokað að Wow Air geti lent í alvarlegum sjóðstreymisvanda ef ekkert breytist í rekstri félagsins. Að einhverju leyti skýrist lítið handbært fé hjá Wow Air af þeirri staðreynd að færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart flugfélögunum tveimur með mismunandi hætti. Í tilviki Wow Air er 80-90% af upphæð vegna greiddra fargjalda haldið eftir þangað til flugferð hefur verið farin. Í tilviki Icelandair fær félagið alla upphæðina strax greidda inn á reikninga félagsins, eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í síðasta mánuði.Í fjárfestakynningunni kemur fram að skuldabréfaútboðið sé hugsað sem brúarfjármögnun fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði og skráningu Wow Air á hlutabréfamarkað á næstu átján mánuðum. Skúli Mogensen er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu ásamt öðrum stjórnendum Wow Air til að kynna félagið fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboðið hjá Pareto Securities. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air segir að félagið muni ekki tjá sig um fjármögnun þess að svo svo stöddu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30 Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. Wow Air tapaði 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,9 milljarða króna, á tímabilinu frá júlí 2017 til júní 2018 að því er fram kemur í fjárfestakynningu sem félagið lét vinna í tengslum við skuldabréfaútboð félagsins hjá norska verðbréfafyrirtækinu Pareto Securities. Fyrst var greint frá þessu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Í fjárfestakynningunni, sem vefmiðillinn Kjarninn birti í dag, kemur fram að Wow Air stefni á að gefa út ný skuldabréf í útboðinu til evrópskra fjárfesta fyrir 500-1000 milljónir sænskra króna, jafnvirði 6-12 milljarða íslenskra króna. Nýjar og áður óbirtar upplýsingar um rekstur Wow Air koma fram í fjárfestakynningunni. Auk upplýsinga um 4,9 milljarða króna tap á síðustu 12 mánuðum kemur fram að eigið fé Wow Air hafi numið aðeins 14 milljónum dala í lok júní á þessu ári, jafnvirði rúmlega eins og hálfs milljarðs króna. Eigið fé félagsins var 5,9 milljarðar í lok árs 2016 og hefur því rýrnað um 4,4 milljarða króna síðan þá.Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air. Vísir/Anton BrinkAllar vélar í flugflotanum leigðar Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá á mánudag var hlutafé Wow Air aukið um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow Air, lét breyta tveggja milljarða króna kröfu Títan fjárfestingafélags á hendur Wow Air í hlutafé. Samhliða þessu færði hann 60 prósenta hlut í Cargo Express ehf. undir Wow Air. Í fjárfestakynningunni kemur fram að allur flugfloti félagsins, alls tuttugu Airbus þotur, er leigður. Félagið á því í raun fáar veðhæfar eignir. Ólíkt til dæmis Icelandair sem á stóran hluta eigin flugflota og getur því notað þoturnar sem veðandlag ef þörf þykir. Sjóðstreymi sýnir innstreymi og útstreymi handbærs fjár. Handbært fé er býsna lítið hjá Wow Air miðað við fjárfestakynninguna en félagið átti aðeins 6 milljónir dollara í handbært fé í lok júní á þessu ári. Til samanburðar átti Icelandair Group 237,1 milljón dollara í handbært fé í lok júní samkvæmt 6 mánaða uppgjöri félagsins. Að þessu sögðu er ekki útilokað að Wow Air geti lent í alvarlegum sjóðstreymisvanda ef ekkert breytist í rekstri félagsins. Að einhverju leyti skýrist lítið handbært fé hjá Wow Air af þeirri staðreynd að færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart flugfélögunum tveimur með mismunandi hætti. Í tilviki Wow Air er 80-90% af upphæð vegna greiddra fargjalda haldið eftir þangað til flugferð hefur verið farin. Í tilviki Icelandair fær félagið alla upphæðina strax greidda inn á reikninga félagsins, eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í síðasta mánuði.Í fjárfestakynningunni kemur fram að skuldabréfaútboðið sé hugsað sem brúarfjármögnun fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði og skráningu Wow Air á hlutabréfamarkað á næstu átján mánuðum. Skúli Mogensen er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu ásamt öðrum stjórnendum Wow Air til að kynna félagið fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboðið hjá Pareto Securities. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air segir að félagið muni ekki tjá sig um fjármögnun þess að svo svo stöddu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30 Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30
Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30
Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30