Þorsteinn: Áhrif Tiger á golfið eins og áhrif Jordan á körfuboltann Anton Ingi Leifsson skrifar 13. ágúst 2018 19:30 Þorsteinn Hallgrímsson, golfspekingur, segir að áhrif Tiger Woods á golfið séu eins og áhrifin sem Michael Jordan hafði á körfuboltann. Woods endaði í öðru sætinu á síðasta risamóti ársins sem leikið var á Bellerive-vellinum í gær. Hann spilaði hringina fjóra á fjórtán undir pari en einungis Brook Koepka spilaði betur, eða á sextán undir. „Þetta þýðir að áhorfið mun aukast og áhuginn mun aukast. Ég held að fyrir okkur sem eru á kafinu í golfinu þá munum við fylgjast meira með,” sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Til dæmis á mótinu um helgina voru ótrúlega margir að fylgjast með og hreinlega halda með Tiger.” Á árinu hefur Tiger heldur betur klifrað upp töfluna á heimslistanum. Hann hefur farið upp um 630 sæti og situr nú í sæti 23 en hvaða áhrif hefur hann á golfið? „Hann hefur einhverja nærveru og hrífur fólkið með sér. Það sem hann gerir fyrir golfið er eins og Michael Jordan gerði fyrir körfuna. Það hrífast allir með og það er ekki hægt annað en að vilja fylgjast með honum. Alveg frábært.” „Tiger er 42 ára gamall. Hann er ekki aldargamall en hann sýnir það að ferillinn er langur ef menn halda sér í góðu formi. Hann er að gera það og hann á mikið eftir. Ég held að hann eigi eftir að vinna risamót.” Verður Tiger í Ryder-liði Bandaríkjanna en Ryderinn á er næsta leyti? „Já, ekki í nokkrum vafa. Hann er búinn að spila það vel að hann verður á National vellinum í Frakklandi. Ég bíð spenntur eftir að fylgjast með honum,” sagði Þorsteinn að lokum. Golf Tengdar fréttir Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þorsteinn Hallgrímsson, golfspekingur, segir að áhrif Tiger Woods á golfið séu eins og áhrifin sem Michael Jordan hafði á körfuboltann. Woods endaði í öðru sætinu á síðasta risamóti ársins sem leikið var á Bellerive-vellinum í gær. Hann spilaði hringina fjóra á fjórtán undir pari en einungis Brook Koepka spilaði betur, eða á sextán undir. „Þetta þýðir að áhorfið mun aukast og áhuginn mun aukast. Ég held að fyrir okkur sem eru á kafinu í golfinu þá munum við fylgjast meira með,” sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Til dæmis á mótinu um helgina voru ótrúlega margir að fylgjast með og hreinlega halda með Tiger.” Á árinu hefur Tiger heldur betur klifrað upp töfluna á heimslistanum. Hann hefur farið upp um 630 sæti og situr nú í sæti 23 en hvaða áhrif hefur hann á golfið? „Hann hefur einhverja nærveru og hrífur fólkið með sér. Það sem hann gerir fyrir golfið er eins og Michael Jordan gerði fyrir körfuna. Það hrífast allir með og það er ekki hægt annað en að vilja fylgjast með honum. Alveg frábært.” „Tiger er 42 ára gamall. Hann er ekki aldargamall en hann sýnir það að ferillinn er langur ef menn halda sér í góðu formi. Hann er að gera það og hann á mikið eftir. Ég held að hann eigi eftir að vinna risamót.” Verður Tiger í Ryder-liði Bandaríkjanna en Ryderinn á er næsta leyti? „Já, ekki í nokkrum vafa. Hann er búinn að spila það vel að hann verður á National vellinum í Frakklandi. Ég bíð spenntur eftir að fylgjast með honum,” sagði Þorsteinn að lokum.
Golf Tengdar fréttir Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30